Ronja Ræningjadóttir
   
fimmtudagur, október 27, 2005
OJ! Jòlaskraut ì kringlunni! OJ! OJ! OOOOOJJJJJJJJJJ!
Ronja litla reit um 17:31  
mánudagur, október 24, 2005
HEYR HEYR!!!

-fengið af feministinn.is
Ronja litla reit um 19:26  
þriðjudagur, október 18, 2005
Lagði mig ljúfum blundi áðan, dauðfegin því eftir lítinn svefn og mikla vinnu. Vaknaði við dyrabjölluna, svo var bankað. Ég svefndrukkin staulast til dyra, varla með réttu ráði því ég svaf svo rosalega fast. Þá standa tveir menn fyrir utan sem sögðust hafa verið sendir til að tala við mig. Ég var svo fegin að þurfa ekki að standa í vottunum einu sinni enn að innheimtumenn afnotagjaldanna lentu sko ekki í neinu veseni með þennan kúnna, þó að þeir þyrftu að klára sumar setningarnar fyrir mig vegna vönkunar.

Það var eiginlega ekki fyrr en þeir voru löngu farnir að ég fattaði að ég hefði átt að spyrja þá hvað þjálfunarferlið væri langt hjá þeim. Miðað við spurningarnar og alla taktík þá hljóta þeir að fara á námskeið um hvernig á að kynna þetta fyrir fólki, framkomu og svo framvegis. Til dæmis bara það að þeir sögðu "við vorum sendir" á sér örugglega rætur í reiðum múgnum sem býsnast yfir að borga lögboðin gjöld.

Jæja ætla að fleygja mér fyrir framan sjónvarpið. Eins gott að nota það!
Ronja litla reit um 19:48  
sunnudagur, október 16, 2005


Jæja, það eina sem ég á eftir að gera á netinu er að blogga. Ég er búin að skoða blogg vina, kunningja og ókunnugra, heimasíður barna sem ég þekki og þekki ekki, lesa fréttir, skoða fasteignaauglýsingar, smáauglýsingar og atvinnuauglýsingar, eyða löngum tíma í leikjum og fleira og fleira. Allt til þess að fresta því að vinna, en það er sennilega óumflýjanlegt :) meiri bévítans frestunaráráttan í manni alltaf hreint, er ekki hægt að taka eitthvað við þessu???

Fór í bíó í gær, á 40 year old virgin. Það var hægt að flissa yfir henni, á köflum allavega :D Það sem hafði úrslitaáhrifin í vali á mynd var auðvitað Paul Rudd, verð að finna mynd af þessu yndi ...

skohh...

jæja farin þá í bili... þætti vænt um ef fólk sæi sér fært að blogga snöggvast svo ég geti haldið áfram að gera eitthvað annað en að vinna!
Ronja litla reit um 21:12  
föstudagur, október 14, 2005

*andvarp*

vitið þið um gott og ódýrt bílaréttingarverkstæði?
Ronja litla reit um 16:30  
fimmtudagur, október 06, 2005
Hvað er málið? Hvar er fólkið sem ég hélt að ætti heima fyrir ofan mig? Hvaða Pólverjar/Rússar/Eistar/fólk er þetta í íbúðinni núna? Af hverju spila þau Heims um ból af fullum krafti seinnipart dags í byrjun október? Akkuru? Akkuru?
Ronja litla reit um 17:46  
þriðjudagur, október 04, 2005
Jei! Eftir sólarhring verð ég örugglega hrjótandi á mínu græna. Eða með bjór í hendi. Eða lesandi undir góðu dúnsænginni minni. Allavega að gera allt annað en að vinna eins og kvöldið í kvöld og gærkvöldið hafa farið í. Hrikalega er maður fljótur að gleyma, það koma nokkrar "rólegheitavikur" þar sem ekkert er unnið á kvöldin og þá verður það bara normið. Suss, dekur segi ég - DEKUR!

Gullrassinn
Ronja litla reit um 23:32  
Ef það er hægt að umreikna andlegt álag og áreynslu yfir í líkamlega hreyfingu þá er ég búin að hlaupa allavega hálft maraþon í dag.
Ronja litla reit um 17:24  
mánudagur, október 03, 2005
Tíhíhíhíhíhí :D
Ronja litla reit um 22:05  
laugardagur, október 01, 2005
Kom við í Ikea á leiðinni heim eftir vinnu í gær og keypti ýmislegt til að punta upp á heimilið, þar á meðal tvö forláta veggljós. Þegar heim var komið var tekið til og puntað, kveikt á kertum og svona. Mundi svo eftir ljósunum og hófst handa við að koma þeim upp á vegg, við bjarma kertaljósa og með rauðvín í hendi. Til að gera langa sögu stutta þá tókst mér að taka hin ljósin niður af veggnum og setja þau á annan vegg. Nýju ljósin.... komust ekki upp á vegg sökum fljótfærni minnar sem ég ætla ekki að lýsa í smáatriðum ... þarf að fara aftur í Ikea og kaupa önnur, vildi til að þau kostuðu bara smotterí! Veit allavega núna hvað ég á að gera :D

Rafvirkinn
Ronja litla reit um 15:05  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER