Ronja Ræningjadóttir
   
sunnudagur, apríl 30, 2006
1. Aldrei í lífi mínu: Það er svo margt sem ég ætlaði sko ALDREI að gera, er búin að komast að því að það er bara best að sleppa því að segja ALDREI ;)

2. Þegar ég var fimm ára: var ég alltaf úti að leika mér, í blómamynstruðu pilsi og með rauða húfu

3. Menntaskólaárin voru: ljósárum skemmtilegri en grunnskólaárin

4. Ég hitti einu sinni: úff svo marga

5. Einu sinni þegar ég var á bar: drakk ég nokkra bjóra

6. Síðastliðna nótt: vaknaði ég við hóstann í sjálfri mér

7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verður þegar einhver dregur mig þangað

8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: borðstofuborð, hillur, bækur, diska, gítar, gosglas

9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: prentara, þvott á snúrum, eldhúsborð og flosaða mynd

10.Þegar ég verð gömul/gamall: ætla ég að halda áfram að ferðast til útlanda, fara í partí og fara á allskonar námskeið

11. Um þetta leyti á næsta ári: verð ég vonandi ekki lasin og Birkir kominn heim fyrir fullt og allt

12. Betra nafn fyrir mig væri: æj veit ekki, ekkert held ég

13. Ég á erfitt með að skilja: heimskt fólk

14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég fer að eigna mér þig, sbr. skinnið mitt/greyið mitt/...

15. Fyrsta manneskjan til að eignast barn í þínum vinahóp væri: úrelt spurning

16. Farðu eftir ráðum mínum: og vertu duglegur að hrósa og hunsa eftir þörfum hahahaha og ekki bíða þangað til þú ert orðinn gamall/gömul með að gera það sem þig langar til. Þú gætir verið orðinn dauð/ur áður!

17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: hmmmmm já ég veit! Swiss Mokka og súkkulaði Crouissant

18. Afhverju myndir þú hata mig: ihhhhh eins og ég myndi nenna að eyða orku eða tíma í það!

19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: hahaha góð spurning! Myndi ég gifta mig??

20. Heimurinn mætti alveg vera án: hmmm illa innréttaðs fólks??

21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: ojj glötuð spurning... láta svín sleikja á mér rassinn?? Ömurleg spurning kallar á ömurlegt svar

22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: ... kýs nú heftin frekar

23. Ef ég geri e-ð vel, er það: dúndur vel gert að sjálfsögðu!

24. Myndir sem þú fellir tár yfir eru: sorglegar myndir sem ég lifi mig inn í
Ronja litla reit um 18:06  
laugardagur, apríl 22, 2006
Sorrí Leifur, Austina, Blóm og aðrir sem hafa ef til vill orðið vitni að hvirfilvindinum í hausnum á mér vegna bloggútlits. Er búin að ákveða mig núna. Held ég.


Viðbót: Fór mikinn í niðurskurði latra/óvirkra tengla, ef einhver er móðgaður þá láti sá hinn sami vita og ég skal kyssa á bágtið, nei ég meina laga
Ronja litla reit um 11:01  
föstudagur, apríl 21, 2006
hnjéhnjéhnjéhnjé bara að prófa, eirðarleysið var farið að pirra mig einum of!


Allt í gúddi annars bara, Birkir kominn til landsins og eins og glöggir nefndu þá er það sennilega góð afsökun fyrir bloggleysi ;)

tata
Ronja litla reit um 23:18  
föstudagur, apríl 14, 2006
Smá skoðanakönnun í tilefni páskanna, njótið hahaha


Viðbót: stóðst þetta ekki heldur
Ronja litla reit um 17:54  
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Sjæses ég bara þruma úr mér færslunum hérna! Það þarf greinilega að fara saman að sofa nóg og vera nóg við tölvuna að gera nánast ekki neitt. Sem þýðir að ég blogga aðallega þegar ég er lasin eða í fríi í útlöndum. Ja svei.

Annars ætlaði ég bara að segja það að ef einhver vellrík(ur) er að skoða síðuna mína og veit ekki hvað hann/hún á að gera við peningana að þá þigg ég með þökkum nokkrar utanlandsferðir á árinu og svo sem næsta líka (ætti að geta hinkrað smá - kannski). Sérlegar óskaferðir eru ÍTALÍA (já öll eins og hún leggur sig en það væri hægt að byrja á Róm, Feneyjum, Napólí, Pompeii, Mílanó, Flórens og Sikiley), Spánn, Rússland, Brasilía, Perú, Bólivía, Kína, Japan, Taívan (var búin að lofa að droppa í tíu til Ynjunnar ef ég yrði á ferðinni), þá væri nú ekki úr vegi heldur að fara til Taílands og Filippseyjar gætu líka verið spennandi. Svo gæti ég alveg hugsað mér að flakka aðeins meir um Norðurlöndin og skoða kannski Finnland dáldið betur (sjóriðan var að gera út af við mig þegar ég kom til Helsinki síðast). Svo væri gott að droppa í tíu dropa eða rauðvínsglös í Svíþjóð og Danmörku. Hmm hvað meir, mig langar að sjá Færeyjar (sérstaklega eftir lýsingar Mörtu), svo langar mig að sjá Grænland líka. Bretlandseyjar á ég líka eftir að skoða betur. Ji svo ég minnist nú ekki á Frakkland, Holland og Þýskaland! Kanada finnst mér líka spennandi, og .. og.. ég sé það að mér endist ekki árið eða næsta heldur... því meira sem ég ferðast á þeim mun fleiri staði langar mig að koma. Einhver með patent lausn á þessu?? Hjálp!
Ronja litla reit um 23:38  
Ég vildi...
... að heimurinn væri þannig að því meira sem maður borðaði, því mjórri yrði maður

Djö... væri ég þá í góðum málum
Ronja litla reit um 20:47  
Það voru svo margir að breyta bloggunum sínum að ég varð að gera það líka

Miðbæjarrottan
Ronja litla reit um 00:49  
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Á þeim tíma sem hefur liðið frá því ég flutti frá litla fámenna staðnum (sjæses, tæp 9 ár) þá er ég eiginlega orðin enn áfjáðari í að búa sem næst fjölmenninu og fjærst fámenninu. Fæ svipaða tilfinningu og fólk með kóngulóarfælni fær þegar ég hugsa um fámennið, ég er svo sem með snert af kóngulóarfælni en fámennisfælnin er miiiiklu sterkari. Kallið mig klikk ef þið viljið en það fjarlægir ekki hrollinn niðureftir bakinu ;) Mér er meira að segja farið að finnast 101 hljóma ótrúlega spennandi (og nú tekur Birkir hausinn örugglega af mér!). Sennilega spilar lasleikinn eitthvað inn í, búin að vera lasin heima í hvað 3 daga núna og fer svona að fara að fá nóg. Austina á samt þakkir skildar fyrir að nenna að hanga hérna en fær svo sem borgað í bílaleigu í staðinn ;)
En hvað segið þið, hvort þekki ég fleiri fjölmennis- eða fámennisbúa???
Ronja litla reit um 21:43  
Ronja litla reit um 01:07  
mánudagur, apríl 03, 2006


You fit in with:
Atheism


Your ideals mostly resemble those of an Atheist. You have very little faith and you are very focused on intellectual endeavors. You value objective proof over intuition or subjective thoughts. You enjoy talking about ideas and tend to have a lot of in depth conversations with people.

40% scientific.
80% reason-oriented.


Take this quiz at QuizGalaxy.com



So what else is new. Sorrí heiladauðann en er lasin heima. Einhver bómullarveiki finnst mér því hausinn á mér virðist ekki innihalda neitt annað. Ætli of mikil vinna geri manni þetta? :O
Isssss.............
Ronja litla reit um 20:34  
laugardagur, apríl 01, 2006
Huggulegt! :D


at QuizGalaxy.com
Ronja litla reit um 02:22  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER