Ronja Ræningjadóttir
   
þriðjudagur, nóvember 29, 2005






INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ LITLA DRENGINN!

elsku gríshildur, skröggur og grísastelpa




:) :) :)
Ronja litla reit um 17:53  
laugardagur, nóvember 26, 2005
Mr. Darcy, hlytt ullarteppi, vel kælt hvìtvìn og fersk hindber, mmmm ;)
Ronja litla reit um 23:25  
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Hvað get ég sagt... SNILLINGAR!!!

Ronja litla reit um 22:40  
mánudagur, nóvember 14, 2005
JÆJA, og þetta er að sjálfsögðu bara gert til að forðast vinnu, ekki af því að mér finnist skemmtilegt að svara svona póstum... ;)

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
-fara til Feneyja, fara til milljón annarra landa, athuga hvort ég nái að koma mér í form, borða reglulega grænmeti sem flokkast ekki bara undir súkkulaði (sko baunir eru grænmeti vissuð þið það ekki), verða rík og fræg og með flotta familíu, hah!

7 hlutir sem ég get gert
-borðað yfirgengilega mikið af nammi, unnið ótrúlega vel og mikið undir miklu álagi, sofið ótrúlega lengi í einu, munað furðulegar tölurunur utan að, eytt fullt af peningum í ekki neitt, verið svo flink með litla krakka að þeir halda að ég sé jafngömul þeim (! byggt á raunverulegu dæmi), og svo eiginlega allt annað nema það sem frá greinir hér á eftir...

7 hlutir sem ég get ekki
-hugsað mér að búa í sveit með öllu sem því fylgir (sorrí familía en þið vissuð þetta svo sem), komið skipulagi á ýmislegt í daglegu lífi, þekkt bílategundir í sundur (í alvörunni talað... mér finnst talnahæfileikinn minn miklu praktískari), verið afreksmanneskja í íþróttum (ætti kannski samt að prófa skák, er það ekki íþrótt?), farið snemma að sofa, hugsað um bílinn minn á mannsæmandi hátt (en það er allt í lagi því ég á svo duglegan frænda) og…. uhhh veit ekki meir í bili

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
- viðræðuhæfni, almennur fríðleiki, skemmtilegheit, falleg augu, góðmennska, og kannski smá hroki í bland eða er kannski fallegra að kalla það verulega mikið sjálfstraust?

7 frægir sem heilla mig
-heilla og heilla…. Prófa þessa.... Johnny Depp, Paul Rudd, Brad Pitt, Matthew McConaughey, Josh Holloway og örugglega fleiri sem ég gleymi..

7 setningar/orð sem ég nota mikið
-Nákvæmlega, einmitt, já, jamm, uhummm (sagt á hugsandi hátt þegar ég er eiginlega ekkert að hlusta), hmmm hvað á ég að borða í kvöld, hvað ætlaði ég að reyna að muna

7 hlutir sem ég sé
-Sex&theCity í sjónvarpinu, vinnuplögg, fræðibækur, tóman nammipoka, vatnsflösku, vefmyndavél og heyrnartól

7 sem ég pota í að gera eins
-Gríshildur, Prinsessan, Anjetta, Dalalíf, Baula og fleiri ef einhverjir vilja ;)
Ronja litla reit um 22:17  
Tralala er að taka til í tölvupóstinum:

Three blondes were driving down the highway trying to get to Disneyland.
They saw a sign that read "Disneyland Left" So they went home.


Einu sinni fóru hjón í ferð til Englands.. Þau fengu fallegt herbergi á
hóteli, og planið var að fara á leikinn Manchester-Arsenal. Þegar þau koma
inn á baðherbergið sjá þau að það er enginn krókur til þess að hengja
handklæði á. Þau ákveða að skrúfa nokkra króka í vegginn, en þeim finnst
betra að hringja, og biðjast leyfi hjá húsverðinum.. Þau ákveða að kallinn
fari og kaupi skrúfur og hún hringi..en hún var ekki góð í ensku og
hljóðaði símtal konunar svona. Konan: jess, hello, ken æ tokk tú ðe hotels
janitor..Bryti: yes, hold one moment.Konan: þank jú..Húsvörður: Yeah
hello? Konan: Jess, is þiss ðe janitor? Húsvörður: Yeahh i am the janitor,
how can i help you. Konan: æ was wondering..ken mæ hösband skrúf som
húkkers in ár baþþrúm?


1. Lyftu upp báðum klósettsetunum og settu hálfan bolla af
gæludýrasjampói í vatnið í skálinni.

2. Taktu heimilisköttinn í fangið og strjúktu honum á róandi hátt
meðan þú heldur á honum inn á baðherbergið.

3. Með einni snöggri hreyfingu, settu köttinn ofan í klósettið og
bæði lokin niður. Þú gætir þurft að standa ofan á klósettsetunni.

4. Kötturinn mun berjast um sjálfan sig og gefa frá sér furðuleg
hljóð. Vertu ekkert að spá í hljóðin sem koma úr klósettinu. Kötturinn
hefur virkilega gaman af þessu.

5. Sturtaðu niður þrisvar eða fjórum sinnum. Það myndar "ofurþvott"
og "skol".

6. Biddu einhvern að opna útidyrnar. Passaðu að enginn sé fyrir á
leiðinni milli baðherbergisins og útidyranna.

7. Stattu eins langt fyrir aftan klósettið og þú getur og lyftu
báðum setunum snögglega.

8. Kötturinn mun skjótast upp úr klósettinu, þjóta fram úr
baðherberginu og hlaupa út þar sem hann mun þurrka sig.

9. Bæði prívatið og kötturinn verða skínandi hrein.


Með bestu kveðju,

Hundurinn
Ronja litla reit um 19:41  
laugardagur, nóvember 12, 2005
HAHA!



Viðskiptajöfur

Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.
Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.

Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.

Það er toppurinn að vera í teinóttu.

Hvaða tröll ert þú?
Ronja litla reit um 18:40  
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Jæja þá er ég loksins búin að ná hjartslættinum niður eftir áfallið við að sjá allt jólaskrautið í Kringlunni í síðustu viku. Get mælt með Smáralind hins vegar þar sem fólkið lætur mann ekki fá hjartaáfall með óvæntu jólaskrauti (og já ég segi og stend við “óvæntu jólaskrauti”, hvaða fólk með viti skreytir það mikið á einni viku að húsið lítur út eins og það sé komið Þorláksmessukvöld... í lok október!?) ;)

Bíddu nú við, ég var skoruð á hólm (eða svona næstum því).... hvað var það nú aftur... já 10 hlutir sem ég vil upplifa/gera/vera áður en ég dey!

Hefst þá upptalningin...

Ég vil (í engri sérstakri röð)...
* Verða ógisslega rík (forsenda fyrir sumu sem kemur á eftir)
* Verða ógisslega fræg (byggist á sumu sem kemur hér á eftir)
* Verða ógisslega heilsuhraust
* Ferðast út um allan heim
* Læra doktorinn (ef einhver hefur hugmynd um hvað ég á að fókusa á, plís þá kommentið)
* Eiga glaða og heilbrigða fjölskyldu
* Vinna aðeins minna, svona til lengri tíma litið allavega
* Og ná þannig að hitta alla fjölskylduna og vini mína reglulega ;)
* Ná að lesa allar bækurnar mínar og fleiri til plús að hlusta á alla diskana mína
* Lifa hvern dag eins og hann væri sá síðasti!

Já já hvað segið þið annars? Ég segi ósköp fátt, surprise surprise, jú er að fara á Ég er mín eigin kona nk. sunnudag, vei ;) jú og ég tók þátt í að setja vetrardekkin á bílinn minn, ég dugleg... með þeim afleiðingum að ég er með svo miklar harðsperrur í tricep hægri handar að það er erfitt að setja í bakkgírinn og gera annað sem reynir á handlegginn!

Jamm og já já... jæja...
Ronja litla reit um 21:42  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER