Ronja Ræningjadóttir
   
fimmtudagur, desember 30, 2004
Æ ég bara verð að skrifa smá sjálfsvorkunnarpistil. Þriðji dagur í lasleika og ég er sennilega svekktust yfir því yfir að hafa verið verri í morgun þegar ég vaknaði en þegar ég fór að sofa í gær. Stífluð út í hægra eyra og með hor og hósta og smá hita. Svo áttaði ég mig á því að það er bara vika þangað til Birkir fer heim. Svo neyddist ég til að viðurkenna fyrir sjálfri mér að heimsóknin til Grísamömmu verður að bíða betri tíma því ég vil ekki hafa á samviskunni að smita hana og Skrögg. Og heimsóknir til annarra sem ég hafði líka hugsað um. Svo nenni ég ekki að hanga inni einn dag enn. Og ég nenni ekki að vinna því það er eitt af því fáa sem ég get gert hérna heima verandi eins og asni.

Oj ég var að lesa yfir þetta. Ok björtu hliðarnar; ég verð vonandi orðin góð á morgun (maður læknast ekki auðveldlega af óraunsærri bjartsýni), ég á gos í ísskápnum (namm), ég á eitthvað smá nammi eftir (namminamm), ég á tööluvert margar bækur sem ég á eftir að lesa og ég er í stuði fyrir það núna (held ég), góður matur á morgun (þvílíkt matargat...), ég er að þvo nýju, fínu, mjúku náttfötin mín, ég fæ vottorð fyrir þessum veikindadögum þannig að ég get tekið þá út seinna (*stjörnur í augum vegna Birkis, Stokkhólms og H&M*)... Jæja ok, best að reyna að horfa björtum (kvefuðum) augum fram á veg.

Hmmm var að fá sms um að kveikja á kertum í kvöld til minningar um fórnarlömbin í Asíu, kannski ekki vitlaust, get verið ánægð yfir að hafa ekki þvælst þangað um jólin, þá væri nú eitthvað annað að plaga mig en veikindi - já eða ekki neitt...


Flaut flaut flaut flaut flaut flauuuut flauuti flaut...
Ronja litla reit um 15:16  
miðvikudagur, desember 29, 2004
Hetjur hvunndagsins er eitthvað sem mér datt í hug við lestur bókarinnar Barn að eilífu. Þessi bók er skyldulesning.

Eins og glöggir taka eftir hefur útliti síðunnar verið breytt enn einu sinni. Þessir litir ættu þó að falla betur í kramið en svarti fíni liturinn minn um daginn. Á samt eftir að fínpússa þetta betur, er að fikta mig áfram með ýmsar samsetningar af stöfunum f og 0 og tölustöfum :)
Ronja litla reit um 22:19  
fimmtudagur, desember 23, 2004
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!



Ronja litla reit um 16:52  
mánudagur, desember 20, 2004
Netmyndaalbúmið með rólustelpunni gaf upp öndina fyrir mörgum dögum síðan og þangað til ég finn myndina aftur af stelpunni þá ætla ég að hafa hann Garfield vin minn uppi við. Ég er samt með fleiri jólagjafahugmyndir en hann.

Birkir minn kom loksins heim um helgina, voða gaman og ég get ekki beðið eftir að komast í jólafrí. Fyrsti frídagur áætlaður á miðvikudaginn, allavega þannig að ég þarf hvergi að mæta nema kannski setjast aðeins við tölvuna mína einhvern tímann dagsins.

Samkvæmt hefð er ég nánast ekkert búin að jólast. Veit ekki einu sinni um jólaskrautið mitt. Reyndar er ég þó búin að kaupa nokkrar jólagjafir sem er meira en ég er venjulega búin að afkasta á sama tíma. Verð að muna eftir jólakortunum í kvöld.
Ronja litla reit um 10:18  
miðvikudagur, desember 15, 2004
Heheheh rambaði inn á þessa síðu og skemmti mér ágætlega. Fyndið að fólk skuli sjá ástæðu til að æsa sig yfir þessu í gestabókinni!
Ronja litla reit um 17:31  
mánudagur, desember 13, 2004
mmm er að rifja upp Life,death, happiness & stuff með ske, mörg góð lög þar á ferð, til dæmis strange & deranged. Hafið þið annars eitthvað hlustað á nýju plötuna?

ótrúlegur dugnaður við vídeógláp um helgina; eternal sunshine of a spotless mind (frábær eins og við var að búast af handritshöfundinum), cabin fever (hræðileg) og dís (kom á óvart, alveg skemmtileg)

annars heldur niðurtalningin áfram bara... fiiiiimmmmmmmm (finnst ég alveg mega telja niður opinberlega, komnar eitthvað um fimmtán vikur frá því birkir fór í útlegð - eða ég skildi birki eftir í útlegð eða eitthvað svoleiðis ;)!
Ronja litla reit um 22:42  
sunnudagur, desember 12, 2004
VG
You have the Vermeer girl look. A Vermeer girl
appealed mostly to the old masters of the Dutch
school, who painted pictures of everyday life
as they knew it. With her fine, fair skin, she
suited a light, natural, dewy make-up. The
Vermeer Girl loved homely things, such as
homemade soaps and candles. The following
artists would have liked to paint you; Pieter
de Hooch and Jan Vermeer.


'Pretty As A Picture' - Which Artist Would Paint You?
brought to you by Quizilla
Ronja litla reit um 19:17  
Vá hvað þetta er góð lýsing á mér, held ég hafi aldrei séð annað eins hehehe...


Siamese
You are a Siamese! You are fun-loving, playful,
energetic, talkative, and exotic. You are the
center of attention and you love every minute
of it.


What breed of cat are you?
brought to you by Quizilla
Ronja litla reit um 18:46  
Jessssss það virkar! Nú hrapa vinnuafköstin örugglega...
Ronja litla reit um 18:39  
Jei, komin með leið til að fara á MSNið í vinnunni! Muna að nota þessa síðu...

Annars bara vinna og vinna... Birkir kemur eftir 6 daga!! :)
Ronja litla reit um 16:50  
miðvikudagur, desember 08, 2004
þreyta og streita... ég hlakka til jólafrísins
Ronja litla reit um 13:03  
þriðjudagur, desember 07, 2004
hehehehe ég veit ekki hvort mér finnst fyndnara, allar apamyndirnar af Bush eða það að einhver skuli hafa nennt að finna allar þessar myndir!
Ronja litla reit um 21:40  
mánudagur, desember 06, 2004
Úff... er búin að vera að skoða húsnæði á moggavefnum í morgun, ægilega æst í að finna fína íbúð allt í einu til að kaupa - þegar ég er rétt að fara að sjá fram á möguleika til að byrja að borga skuldir. Og ekki nóg með það heldur er ég búin að vera með ketti á heilanum undanfarna viku og rúmlega það, finnst endilega að ég þurfi að fá mér gæludýr! Skil þetta ekki, það er bókstaflega eins og önnur manneskja hafi tekið sér bólfestu í kollinum á mér undanfarið. Hvað verður næst... eignast börn???? :-O allamalla...
Ronja litla reit um 13:59  
sunnudagur, desember 05, 2004
Ókei þá... er samt á höttunum eftir nýju útliti - svona til að geta skipt reglulega á milli...


Sit sveitt eins og þreytt og einbeitt geit, við að vinna. Sosum búin að vinna nóg um helgina en lengi getur maður á sig blómunum bætt - og litið á endanum út eins og fokdýr, risastór brúðarvöndur. Eða eitthvað, það er hætt að vera samhengi í hausnum á mér. Ímyndið ykkur þá hvernig skýrslurnar líta út... har har...


Talandi um vinnu þá á ég ansi skemmtilega mynd í símanum mínum af manneskjunni sem ég var að vinna með um helgina, töff hreyfimynd enda vissulega um virka manneskju að ræða. Væri gaman að henda henni hérna inn en það má víst ekki *andvarp - þessi heimur!*


Áfram gakk og takk og gangi ykkur vel í prófum!
Ronja litla reit um 20:51  
fimmtudagur, desember 02, 2004
Talandi um Spiderman límmiða... Eitt barnshjartað gladdist svo óendanlega mikið í dag vegna eins slíks, voða gaman. Hápunkturinn á annars erfiðum degi :)
Ronja litla reit um 17:39  
miðvikudagur, desember 01, 2004
Ahhhhhh..... gott :)
Ronja litla reit um 19:56  
Er einhver þarna úti...!!! Sér einhver til mín?!!


ætli þetta sé komið í lag..?
Ronja litla reit um 19:49  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER