Ronja Ræningjadóttir
   
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Hmmm ég hef verið svolítið hissa á því af hverju ég hef verið svona þreytt undanfarið. Held að lausnin sé fundin. Tók áðan sama hvað ég er búin að vinna marga tíma í mánuðinum... svarið: rúmlega 230 (sem gera að meðaltali 10,5 tíma á hvern virkan dag þessa 22 virka daga mánaðarins)... það má lengi deila um heilbrigði þess :þ


held ég verði að skipta um bloggútlit áður en ég fæ bleikuvelgjuveikina aftur...
Ronja litla reit um 16:44  
mánudagur, nóvember 29, 2004
Oj bara, maður mætir í vinnuna í myrkri og fer heim úr vinnunni í myrkri. Bölvað skammdegi...
Ronja litla reit um 16:40  
Rétta leiðin til að vigta sig...



kannski maður hafi þetta í huga eftir jólin...
Ronja litla reit um 15:47  
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Ég er bara eitthvað svo bleik í dag
Ronja litla reit um 21:28  
Ég á bara ekki til orð yfir það hvað usb-minnislyklar eru mikil snilld...
Ronja litla reit um 17:52  
laugardagur, nóvember 27, 2004
Arg! Kæri mig ekkert um að vera vakandi á þessum tíma sólarhringsins nema vegna djamms. Lagði mig aðeins í kvöld til að geta kíkt út í einn bjór án þess að sofna ofan í hann - vaknaði fyrir klukkutíma! Urrrrr
Ronja litla reit um 04:55  
föstudagur, nóvember 26, 2004
Hvar ætli besta úrvalið af límmiðum hér í Reykjavík sé? Vantar flotta Spiderman límmiða handa öllum strákunum mínum ;) Virðist vera minna mál að finna einhverja prinsessulímmiða...

Ronja litla reit um 15:53  
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Held ég hafi einhverntímann minnst á nákvæmni Svía áður og þá hugsun að hafa öryggið alltaf í fyrirrúmi. Til dæmis þegar ég sá börnin á leikvellinum síðasta vetur og þau voru með hjálma á hausnum því það voru klakabunkar út um allt og auðvelt fyrir lítið höfuð að skaðast ef á það væri dottið.

Hér er annað dæmi um ofurnákvæmni svía:


Fyrir þá sem ekki skilja þýðir þetta í stuttu og einföldu máli að þeir eru búnir að reikna nákvæmlega út stillinguna á loftræstikerfinu. Það er að segja að í þessu herbergi er loftræstingin miðuð við 28 manns og engar tölvur/græjur. Nánar tiltekið er þetta í lessal í stærsta verkfræðiháskóla Svíþjóðar, KTH. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur hér á landi, til dæmis á bókhlöðunni??
Ronja litla reit um 16:29  
Úff suma daga tekur maður bara meira inn á sig eða fær erfiðari verkefni, nema hvort tveggja sé...



Ronja litla reit um 15:34  
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
huh, ég er á góðri leið með að ná þessu... og klukkan ekki orðin meira!
Ronja litla reit um 10:22  
Það kemur örugglega engum á óvart að mér finnst þessi bók rosalega góð híhí
Ronja litla reit um 10:17  
mánudagur, nóvember 22, 2004
Ok, það er kannski smá þreytandi að vinna svona mikið...
Ronja litla reit um 21:25  
Urrdan burrdan, þoli ekki gömul óþétt hús með hálfónýtum ofnum. Er alveg frekar vel klædd (reyndar samt að spá í að fara aukalega í vinnuflíspeysu!) en er þó með bláar neglur og skelf af kulda. Get samt huggað mig við það að ég þarf ekki að vera úti eins og mennirnir uppi á næsta þaki
Ronja litla reit um 13:26  
föstudagur, nóvember 19, 2004
Eftirsjá er mér efst í huga á þessum degi. Nagandi tilfinning sem lætur mig ekki í friði. Af hverju keypti ég ekki svörtu, hlýju, flottu dúnúlpuna í vor!?! Sparnaður er vitleysa!


Sló nokkrar flugur í klessu í gær. Vaskaði upp, þreif eldhúsið, hlustaði á skemmtilega tónlist sem ég hef ekki hlustað á lengi og var að svo lengi að myndi endast í allavega 2-3 líkamsræktartíma! Hreint inni - hreint í sinni ...blahh


En talandi um daginn í dag. Þeim sem langar að sötra vín og öl í kvöld eru velkomnir á heimili Prinsessunnar í Gettóinu (nánari upplýsingar í gegnum sms), gítarleikari verður líklega á staðnum (*hóst - vildi að ég gæti sagst vera hin flinka manneskja*). Hehehehe af því að ég er svo langyngst í vinnunni þá líður mér alltaf eins og unglingi hérna, nú get ég farið að tala um að ég sé að verða 28 (fannst alltaf erfitt að segja að ég væri baaaaara 26 þannig að ég datt í að segja "ég er að verða 27")!! :D Ííííks hvað ég er gömul...
Ronja litla reit um 09:18  
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Óska eftir heimilishjálp. Verður að vera sérstaklega fær í uppvaski og almennri tiltekt. Eins má hún þvo þvotta, taka til í fatahrúgum heimilismanna, raða blöðum/greinum/skýrslum/bókum og svo framvegis á rétta staði, elda mat og sjá um að hvetja heimilismenn af stað í líkamsrækt. Takk fyrir
Ronja litla reit um 14:05  
happy
You're Mr. Happy! Good for you! :D


Which of the Mr. Men characters are you?
brought to you by Quizilla


Ronja litla reit um 13:40  
Plús og mínus:

Gosdrykkjan hefur minnkað töluvert undanfarna daga. Í staðinn er ég farin að drekka kaffi og greinilega svolítið mikið af því þar sem ég stend mig að því að finna fyrir fráhvarfseinkennum fyrir níu á morgnana...


frk. gráðug
Ronja litla reit um 13:06  
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Planið er að halda smá gleðskap á föstudagskvöldið með Prinsessunni, spurning með mat og með'ðí - eða bara með'ðí. Hverjir sjá sér fært að mæta? :)


Ronja litla reit um 13:00  
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Fór í Kringluna í gær að kaupa blek í prentarann. Kom út með, auk bleksins, vekjaraklukku (ekki nóg að hafa eina og er orðin þreytt á að hafa símann sem klukku), afmælisgjöf handa einu afmælisbarni mánaðarins, eyrnalokka og voða sætan kjól! Rétt gat bjargað mér frá peysu og geisladiskum. Gat reyndar réttlætt kjólinn með því að Birkir ætlar að gefa mér hann í afmælisgjöf. Hann veit bara ekki af því ennþá ;)

Ronja litla reit um 13:00  
laugardagur, nóvember 06, 2004
Kíkí er algjört krútt (og Kermit líka - má ekki skilja útundan!), Mr. Darcy er líka algjört krútt en mesta krúttið er samt hún Gríshildur sem á svo góðan bjór! :D

Það sem ég get átt erfitt með að drulla mér fram úr rúminu á laugardögum, það er svona þegar maður er með fartölvu og sjónvarp rétt við rúmið! Á samt obboðslega auðvelt með að rökstyðja letina í mér, ég meina, ég er enn í pásum sem ég hefði átt að taka í vinnunni á miðvikudaginn, fimmtudaginn og í gær! Svo er ég með súkkulaði og koffíndrykk við hliðina á mér, ásamt fjarstýringunni.

...var að lesa færsluna aftur... ÓMÆGOD, ég ER Garfield!
Ronja litla reit um 15:00  
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Ronja litla reit um 17:47  
mánudagur, nóvember 01, 2004
Hmmmm ég þyrfti kannski aðeins að fótósjoppa hárið á Birki litla en annars er þetta ótrúlega líkt.... hann er meira að segja í blárri flík!
Ronja litla reit um 13:50  
Vá maður, afmælismánuðurinn mikli er að hefjast. Ótrúlega hátt hlutfall þeirra sem ég þekki á afmæli í þessum mánuði, þar með talin ykkar einlæg. Hverjir myndu mögulega sjá sér fært að mæta ef gleðskapur yrði haldinn? Er svona að velta fyrir mér, í samráði við Prinsessuna, hvers konar gleðskapur hentaði okkur - hvort við myndum skála fyrir hvor annarri yfir heitum mat, skála með fleirum yfir matnum eða skála við fjölda fólks yfir nammiskálum...
Ronja litla reit um 13:37  
Er að hugsa um að kaupa mér nýjan síma, einhverjar hugmyndir um tegund og týpu?
Ronja litla reit um 13:35  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER