Ronja Ræningjadóttir
   
miðvikudagur, mars 31, 2004
Eitt blogg(útlit) á dag kemur skapinu í lag. Kannski skipti ég um útlit bara eftir því sem ég skipti skapi. Á allavega hin tvö útlitin (veit að þetta er eintöluorð...) ennþá í Notepad. Á vafalaust eftir að bæta við fleirum. Þetta er kannski svipað og með jakka, skó og töskur, sumum finnst nóg að eiga eitt stykki en aðrir verða að eiga til skiptanna. Nema þetta sé bara bilun. Mér er svo sem sama, mér líður vel með þetta.

Varð svo sem ekki hissa á niðurstöðunni fyrir neðan. Vildi samt að mér gæti verið alveg sama, eins og niðurstöður einnar voru. Þetta fer nefnilega í taugarnar á mér og oft fer alltof mikil orka í að spá í þetta þegar ég gæti eytt henni í annað sem skilaði meiri árangri. Ojæja...
Ronja litla reit um 19:27  
I'm a Philosopher/Scientist!



Which Enemy of the Christian Church Are You?


Take More of Robert & Tim's Quizzes
Watch Robert & Tim's Cartoons


Ronja litla reit um 15:09  
þriðjudagur, mars 30, 2004
Smá flashback í gangi núna. Líður svipað og fyrir ári (mínus alveg grííííðarlegt stress, núna er stressið bara lítið), komið fram á nótt, sit fyrir framan tölvuna í tölfræðiúrvinnslu í helsta hugðarefni mínu að því er virðist (sömu gögnin og í fyrra!), með koffíndrykk í annarri, góðgæti í hinni, netið eitt músarklikk í burtu og heyrnartól á höfðinu með beljandi músík í. Ég er meira að segja í góðu vinnustuði, held að skókaupin í dag hafi hresst vinnuandann svona rosalega. Vantar bara allar Garfield myndirnar upp á veggina í kringum mig og vinnufélagana frá því í fyrra. Jú og alla ömurlega lélegu brandarana sem fuku þá!

Jæja aftur að störfum með Bolan, Bowie, Zeppelin, Who, Pink Floyd, Violent Femmes og Ampop til aðstoðar!
Ronja litla reit um 22:33  
Jamm svo er nú það. Pirringur dauðans hérna í gangi því ég nenni ekki að hanga inni og langar út í sólina (13 stiga hiti!) en ég verð að vera inni að vinna. Urrrrrrrrrr. Fékk staðfestingu á því að ég er ekki í góðu skapi þegar ég tók þetta próf (allir aðrir eru syngjandi glaðir kærleiksbirnir!)
See what Care Bear you are.

HAHA!

Set rokkið í botn, það hjálpar kannski
Ronja litla reit um 12:38  
Af hverju ætti maður að vilja opna ókeypis heimasíðu á netinu ef síðan þarf að vera á netinu til að byrja með? Eitthvað bogið við þetta. Dot.tk er með svoleiðis möguleika (!?)
Ronja litla reit um 00:09  
mánudagur, mars 29, 2004
Ég vildi að ég væri rík. Þá myndi ég kaupa íbúð handa okkur skötuhjúum. Á réttum stað á landinu. Íslandi það er að segja. En ég er ekki rík. #$"#$&#$%. Annars gæti ég tekið allar mínar eigur upp úr kössum, mikið rosalega væri það nú gaman. Ég er búin að búa í kössum (ekki bókstaflega samt!) síðan um miðjan ágúst á síðasta ári! Arg hvað það er orðið langt! Stefnir í alveg nokkuð marga kassamánuði til viðbótar. Skæl. En hef svo sem aðgang að rúmi og því um líku á Íslandi og þakka fyrir það :)
Ronja litla reit um 18:14  
Sól sól skín á mig, ský ský burt með þig, gott er í sólinni að vera til, sól sól skín á mig
Ronja litla reit um 14:32  
Ronja litla reit um 11:10  
föstudagur, mars 26, 2004
Er bara svona að spekúlera með þennan mann sem gróf sig í jörðu niður til hugleiðslu (sjá hér). Ætli hann sé með aukapláss í kringum miðhlutann fyrir úrgang? Hvað er annars með að hugleiða í jörðu niðri, getur hann ekki gert þetta heima hjá sér? Margt skrítið í kýrhausnum.
Ronja litla reit um 12:26  
fimmtudagur, mars 25, 2004
Svo fór með spjallborð það, þrátt fyrir tæknilega aðstoð hálærðra manna tókst ekki að blása nægu lífi í draslið. Það var því látið flakka þar til það hefur lagast af sjálfu sér. Sem verður vonandi einhverntímann. Náði meira að segja að láta sérfræðinginn hlæja. Þegar ég sagði honum að ég hefði verið að leika mér með html texta (marga) í Dreamweaver í dag. Það er gott merki um hvað það er mikið að gera hjá mér.

Annars er ég búin að eyða öllum deginum í ekki neitt (það er að segja ekkert sem skilaði árangri). Reyndar labbaði ég út í búð í dag og verslaði í matinn. Það var nefnilega orðið goslaust. Hnúturinn í maganum yfir ókláruðu verkefnunum hefur stækkað. Var einmitt að hugsa í vikunni hvurslags munur þetta væri frá því fyrir einu ári síðan þegar ég fór næstum yfir um af álagi. Sá hlær best sem síðast hlær. Sem ég er ekki viss um hver er í þessu tilviki. Hefði átt að hugsa þetta betur. Það eru annars vandræði að vera með snert af OCD (sem kallað er obsessive-compulsive disorder/áráttu-& þráhyggjuröskun á fræðimáli. Mínu máli). Stend mig hvað eftir annað að því að reyna að laga texta sem ég er búin að birta. Geri það reyndar stundum. Samt merkilega sjaldan miðað við hvað ég vandaði mig við 100 blaðsíðna mastersritgerðina mína. Framfarir stelpa! Þetta eru merkilega stuttar setningar miðað við oft áður. Einn eða tveir af málfræðikennurunum mínum yrðu sennilega ánægðir. En þeir koma ekki til með að sjá þetta. Vona ég.

Úff tölfræðin kallar...
Ronja litla reit um 21:23  
Af hverju er maður svona eirðarlaus eitthvað. Rétt búin að velja þetta bloggútlit og setja það upp þegar ég er farin að leita að öðrum. Erðanú. Er annars að spá í því að taka þetta spjallborð bara út, fólk verður bara að nota kommentin ef það hefur eitthvað að segja.
Ronja litla reit um 15:01  
Jibbí! Þetta tókst loksins og þá er ég farin í mat :)

Vefur dagsins er þessi. Gaman að föstudagssvörunum sérstaklega, til dæmis "Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?"
Ronja litla reit um 12:30  
hmmmm þóþaðnúværi
Ronja litla reit um 10:59  
miðvikudagur, mars 24, 2004
jaeja, haett i bili fyrst skrattans draslid er ad ybba gogg, fann THETTA adan og datt i hug ad henda thvi her inn i tilefni af olettu theirra sem eg thekki. Vona ad tetta verdi komid i lag a morgun, oar vid ad breyta aftur eftir alla vinnuna sem for i ad gera thetta fint :(
Ronja litla reit um 21:57  
Urrr
eftir alla fyrirh�fnina �� gefur �etta bara sk�t � mig...
Ronja litla reit um 21:05  
hahaha...
...var komin með hundleið á tónlistarsmekk mannsins að ofan og setti minn eigin disk í græjurnar, frekar hátt! Hah! Hef heyrt þvílíku lætin í honum eftir það, veit ekki hvort hann er að hoppa! Hmmm hann gæti svo sem verið að taka til eða eitthvað en mér er alveg sama hehehehehehe kannski ég ætti að setja eitthvað þyngra í...


Já, ég veit hvað ég er orðin gömul!
Ronja litla reit um 15:50  
úff...
...það þykir allt í lagi í BNA að sýna morð, illa útleikin lík og fjalla um hin og þessi ógeðslegu mál í kvöldfréttum sjónvarpsstöðva þegar öll börn hafa möguleika á að sjá/heyra en brjóstið á Janet Jackson, tippalingurinn hann Richard Hatch og svo ekki sé nú minnst á stafnlíkneski skips hleypa öllu í uppþot!

Skil þetta ekki...
Ronja litla reit um 13:58  
þriðjudagur, mars 23, 2004
Hnjehnje
Switzerland
Switzerland -
A neutral power for as long
as most can remember, it has avoided war for
several centuries. However, it is still
considered highly advanced and a global power.


Positives:

Judicial.

Neutrality.

World-Renouned.

Powerful without Force.

Makes Excellent Watches, Etc.


Negatives:

Target of Ridicule.

Constant Struggle to Avoid Conflict.

Target of Criminal Bank Accounts.



Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla


Fyrsta sem betri helmingurinn segir þegar hann sér fánann á skjánum: Sviss... Já, það er af því þú borðar svo mikið súkkulaði er það ekki?

Soldið góður punktur!
Ronja litla reit um 21:07  
mánudagur, mars 22, 2004
sálufélaginn...
Ronja litla reit um 22:24  
Rosalega heldur hann mikið upp á þennan disk... :p
Ronja litla reit um 20:07  
Það er allt orðið hvítt úti! Loksins þegar allur snjórinn og klakinn var horfinn. Bölvuð vitleysa!
Ronja litla reit um 19:30  
Nágranni okkar...
...á efri hæðinni er ótrúlegur. Man ekki hvort ég hef minnst á það áður en það er mjög hljóðbært hérna á milli hæða. Sem dæmi um hversu hljóðbært það er þá hef ég vaknað við vekjaraklukkuna hans, heyrt í honum tala í símann, geispa og... prumpa! Alveg æðislegt auðvitað. Þessi sami nágranni okkar fjárfesti í geisladisknum með öllum lögunum úr Melodifestivalen sem þýðir auðvitað að við þurfum ekki að gera það. Við vitum því vel hver uppáhaldslögin hans eru úr sömu keppni því hann spilar bara þau en ekki önnur. Sem betur fer eru það þó skástu lögin úr keppninni. Úffff og nú er hann að bora eða einhvern skrattann...
Ronja litla reit um 17:35  
sko mig...
You are Neo
You are Neo, from "The Matrix." You
display a perfect fusion of heroism and
compassion.


What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla
Ronja litla reit um 15:09  
Langt um liðið...
...síðan ég skrifaði síðast. Það á sér eðlilegar skýringar, gestirnir fóru heim í gær eftir fimm daga heimsókn. Pínu skrítið að vera bara einn heima aftur - en ekkert slæmt samt. Það var ýmislegt skemmtilegt gert sér til dundurs þessa fimm daga, miðbærinn skoðaður fram og til baka, farið á Drottningholm að skoða höllina þar sem konungsfjölskyldan býr og fleira og fleira ásamt því að liggja í leti og kjafta.

Hef heyrt misjafna dóma um Eurovisionlag Íslendinga (og ég neita að skrifa þetta Evróvisjón, það er bara hallærislegt...!), reyni að finna það á netinu við tækifæri. Hlusta bara á Det gör ont lag Svía þangað til en það gjörsigraði önnur lög á laugardagskvöldið í lokakeppni Melodifestivalen. Dæmigert Eurovisionlag en alveg skemmtilegt og svaka pæja sem syngur það og daðrar við súluna um leið.

Er búin að reyta hár mitt yfir skattaskýrslunni undanfarna tvo tíma, ekki viss hvernig ég á að flokka verktakastarfsemi mína - það fæst vonandi svar við því á eftir. Varð auðvitað að fá frest - síðasti dagur skila í dag en ég svo gleymin að ég mundi hreinlega ekki eftir henni fyrr en í morgun (réttara sagt þá var ég minnt á hana í morgun!). Ussssusssss...

...og talandi um gleymsku og frestunaráráttu þá verð ég að taka mig taki í vikunni og halda áfram með þessa verktakavinnu mína ásamt öðru verkefni sem ég á að vera löngu búin að gera...
Ronja litla reit um 12:57  
mánudagur, mars 15, 2004
Hreytur hugans...
... væri fínt sem undirtitill á bloggið.

Dagur að kvöldi kominn. Heimilið orðið hreint og fínt sem og allur þvottur og íbúar. Gott að fara tandurhreinn upp í rúm með hreinum rúmfötum og fersku lofti í herberginu, ummmmmm.

Helgin var annars prýðileg. Rólegheitadjamm á föstudagskvöldið (mættum að sjálfsögðu stundvíslega klukkan 19.40). Allir námsmennirnir þreyttir eftir mikla törn og geispuðu hver í kapp við annan (eða svona næstum því). Fórum mjög seint út - rúmlega tvö - allir barirnir þá búnir að loka, einhverjir skemmtistaðir opnir en ekkert spennandi samt. Enduðum því í borgara. Gaman að hitta þetta lið loksins. Sama sagan og venjulega... "really...are you a psychologist?! hehe a shrink! Then you must have spent all evening analyzing people (vægur skelfingarsvipur)" - alltaf jafn gaman að brosa bara eins og sá sem allt veit og segja "yes, actually, I did!". Þetta var samt þokkalega heilbrigt fólk :)

Kláraði að lesa The Da Vinci Code eftir Dan Brown um daginn. Mæli með henni, áhugaverðar pælingar og vel skrifuð spennusaga sem heldur manni ágætlega föstum við efnið. Mér hefur alltaf fundist Leonardo Da Vinci rosalega kúl gæi -alveg frá því hann var tekinn fyrir í Andrésar Andar blöðunum í gamla daga! (það var sko farið með tímavél aftur í tímann til hans og teikningarnar hans skoðaðar og svona ;) (já og reyndar er hlekkur á milli Da Vinci og Disney samkvæmt sérfræðingunum!). Ég er því orðin enn spenntari fyrir verkum hans eftir þennan lestur. Var þó búin að lesa um eitthvað af þessu áður, fyrir einhverjum árum síðan.

Talandi um Andrésar Andar blöðin - sem eru algjör snilld og ég hef lesið alla árganga af frá 1983 til 1997 um það bil. Þau voru oft uppspretta þekkingar ásamt því að vera skemmtileg. Veit ekki hvernig það er núna en það var allavega farið að breytast eitthvað þarna undir það síðasta. Þarna lærði ég til dæmis fyrst um uppfinningar Da Vinci og ýmislegt annað í listum og landafræði. Auðvitað er þó margt bara bull í þessu, eins og ég veit alveg að Fjarskanistan er ekki alvöru land og Andabær er ekki raunverulegur bær með raunverulegum íbúum og svona...

Já, gullmolarnir leynast víða...
Ronja litla reit um 23:30  
Namm...

þetta eru skyldukaup ef þið sjáið þetta úti í búð, nammmmmm.... Bestu Brownies sem ég hef smakkað (og er einmitt með svona í ofninum ;)
Ronja litla reit um 15:40  
Og áfram heldur...
...forðunarhegðunin. Einhverjir hafa sjálfsagt tekið eftir því að ég virðist þrífa frekar mikið (allavega hef ég fengið ábendingu um það!), hið rétta er hins vegar það að ég skrifa helst þegar ég þarf að þrífa... eins og núna... grmpffff. Þarf að þvo þvott líka og er búin að standa mig vel í því það sem af er dagsins... Jamm, hvað get ég skrifað um meira... ég er búin að ferðast mjög mikið á vegum netsins í dag (já til að forðast þrif..), búin að tala mikið á msn-inu í dag líka (sama dæmið...), búin að fara út á pósthús (annað sem ég var búin að forðast að gera alla helgina!). Jú, ég get skrifað um af hverju ég þarf að þrífa, málið er nefnilega að mamma og systa koma í heimsókn á morgun og þá er nú víst tilhlýðilegt að hafa húsakynnin þokkaleg skilst mér. Þarf meira að segja að vakna í fyrra fallinu á morgun (lesist: fyrir hádegi) til að sækja þær út á völl, það er í góðu lagi - get prófað að fara með tunnelbananum og svo pendeltogi og strætó, smá ævintýri (og miklu ódýrara en að taka flugrútuna út á völl). Já, svo á ég víst eftir að klára tvö verkefni sem sitja alltaf á hakanum... ótrúlegt en satt :( Ætli það sé til eitthvað lazy-próf á netinu??

Úff jæja, frestarinn ógurlegi kveður að sinni...
Ronja litla reit um 14:23  
:)
Ronja litla reit um 13:09  
föstudagur, mars 12, 2004
og þá vitið þið það...
ég er...
32% samkynhneigð (lafi í meðaltalinu)
50% drusla (viðmiðunarmörkin eru 46%)
81% óvitlaus (meðaltalið er 60%)
31% tík (lafi í meðaltalinu)
og.... ég er örugglega kvenkyns!

samkvæmt thespark.com, júhú!
Ronja litla reit um 02:01  
Þetta fékk að fara inn út af síðustu málsgreininni :D
MENTOR
(Submissive Extrovert Abstract Thinker )


Like just 6% of the population you are a MENTOR (SEAT). Some would call you the most powerful and influential of all people. Those people are wrong.

The reality is that you DON'T really WANT to impose personal views or beliefs on others. Yet you are extroverted and intelligent, and you like to get involved. So you help others with the pursuit of knowledge.

You're the reason that people say "teachers are also students." You are as much a learner as a master, and this satisfies you.

You won't die a lonely death, but towards the end you'll grow introspective, wondering if your life meant anything. This will last for decades, and you'll die after your spouse.


... og já, ég er greinilega að taka út netdelluna núna í kringum miðnættið...
Ronja litla reit um 01:41  
fimmtudagur, mars 11, 2004
Sætt blogg ;)
Hef barasta ekkert verið í tölvunni í dag, fyrr en núna... það er tilbreyting...

Fór í bæinn í dag, labbaði um Gamla Stan (gamli miðbærinn, mjög fallegur) og upp í Kungsträdgården og svo varð gönguferðin allt í einu að verslunarleiðangri, úps...

Svo er stefnan á partí annað kvöld hjá skólafélögum lærdómshestsins, það verður vonandi rífandi stuð ;) Mæting náttúrulega eldsnemma, sennilega á milli 19 og 20. Minnir mann á þegar allir skemmtistaðirnir heima lokuðu um 3, þá fór maður af stað um svipað leyti (njaaa eða kannski aðeins seinna...). Hérna loka barirnir klukkan 1 en skemmtistaðir eru opnir til 3 eða 5, misjafnt.

Uppþvottavélin á heimilinu fór í verkfall í gær, ábúendum til mismikillar gremju. Stefnt á að laga greyið fljótlega. Frárennslisrörið gaf sig víst og eldhúsið varð frekar blautt á tímabili. Meiriháttar stuð...

Jæja, nú er kominn föstudagur hjá mér. Ætla að horfa á eins og einn eða tvo Vinaþætti og fara svo í háttinn... geisp!

Es. Var bent á þessa síðu í dag, á eftir að skoða hana almennilega.
Ronja litla reit um 22:41  
miðvikudagur, mars 10, 2004
Auglýsing dagsins...
... er svona: Nokkrir gaurar saman held ég í trukk (aftur í), klæddir eins og Village People, dansandi og syngjandi YMCA nema... textinn er ekki um YMCA heldur Billy´s pitsu (frosnir pitsubitar sem fást til dæmis á Íslandi). Flott? Nei, frekar korní

Held ég hafi minnst á sænska húmorinn áður, þetta er mjög í sama anda...


...It´s fun to eat Billy´s pizza, it´s fun to eat Billy´s pizza...
Ronja litla reit um 16:53  
Ég fór í...
...útsýnisferð í gær um Bromma sem er nágrannasveitarfélag Solna. Kom reyndar ekki til af góðu heldur fór ég í kolvitlausan strætó á leiðinni heim úr Jysk (Rúmfatalagernum). Þvældist því út um allt Bromma með þrjá risastóra plastpoka sem voru sem betur fer ekkert svo þungir. Var heillengi á leiðinni heim, hátt í 2 tíma held ég (hálftíma leið). Gaman að því...
Ronja litla reit um 13:03  
Eins og talað út úr mínu hjarta...
Ronja litla reit um 12:56  
mánudagur, mars 08, 2004
Fólk er..
...ótrúlegt. Er búin að sitja við lestur þessarar síðu og það er öll flóran þarna.

Mér þykir líka ótrúlega mikil afþreying fólgin í því að prófa hin og þessi nöfn á blogspot.com og athuga hvort ég finni eitthvað fólk sem ég þekki eða kannast við. Er með þeirri aðferð búin að rekast á, meðal annarra, eina sem var með mér í grunnnáminu í Háskólanum, stelpu sem ég vann með á elliheimilinu og heila fjölskyldu þar sem ég ýmist þekki til eða þekki fjölskyldumeðlimi.

Svo get ég sagt frá því til (einskis nýts fróðleiks, eins og allt annað) skemmtunar að ýmsir meðlimir bæði himnaríkis og helvítis eiga aðsetur sitt á vefnum (blogspotinu - er ekki farin að leita víðar). Þetta eru reyndar misskemmtileg fyrirbæri eins og gengur.

Auk þess er alltaf gaman að skoða Barnalandið og njósna um hinar og þessar fjölskyldur þar sem maður þekkir eitthvað til. Já, forvitni manns verður seint svalað.


...Ég hefði átt að verða einkaspæjari eða leynilögga...
Ronja litla reit um 18:24  
Þetta fannst mér líka fyndið...

You Should Date A Swede!


You're a romantic, albeit an understated and practical one.

It's more about a steady partnership for you, not unrestrained falling

Your Swede will give you the unwavering love you crave

While making up some mean pancakes and meatballs on the side!



Which Foreign Guy Should You Date? Take This Quiz :-)



Ronja litla reit um 15:30  
Hehehe..
... mig svo sem grunaði þetta ;)





You Are Most Like Miranda!


While you've had your fair share of romance, men don't come first

Guys are a distant third to your friends and career.

And this independence *is* attractive to some men, in measured doses.

Remember that if you imagine the best outcome, it might just happen.



Romantic prediction: Someone from your past is waiting to reconnect...

But you'll have to think of him differently, if you want things to work.




Which Sex and the City Vixen Are You Most Like?
Take This Quiz Right Now!




Ronja litla reit um 11:10  
sunnudagur, mars 07, 2004
Svo mikið að gera...
... við að gera ekki neitt. Hefði ekki trúað því að óreyndu þrátt fyrir að vera afbragðs letipúki...

Við hjónaleysin horfðum á Melodifestivalen í sjónvarpinu í gær. Ég veit ekki betur en þetta sé undankeppni fyrir Eurovision, nokkrir þættir með útsláttarkeppni og svo lokaþáttur þar sem Eurovisionlagið er kosið. Það er skemmst frá að segja að þetta var fyrirtaks skemmtiefni, yndislega hallærislegt og algjörar lummur teknar. Bestur/verstur fannst mér þó ungur maður sem söng þarna af hjartans lyst og hefði hrætt sjálfan meistara mjaðmaskaksins, Elvis Presley, í burtu. Með áberandi aflitaðar strípur, múlatta og hárið skipt (eiginlega sleikt samt) til hliðar að framan, í hvítu dressi (afkáralega þröngum buxum sem virkuðu ekki vel í mjaðmaskakinu, hann var örugglega ekki í nærbuxum innanundir... því miður) og síðum hvítum leðurfrakka úr bútum. Rosa sætur. Svo "sungu" fjórar eða fimm gellur í senjórítukjólum fyrir aftan hann ásamt því að dansa og daðra á mjög áberandi og fremur ósmekklegan hátt við myndavélarnar.

Þau lög sem komust áfram voru C´est la vie, flutt af þremur miðaldra konum sem vissu ekki hvaðan á þær stóð veðrið þegar þær stóðu uppi sem sigurvegarar, og Här stannar jag kvar, flutt af fröken Barbí (platínuhvítt hár og dúkkuleg). Ætla að horfa á þetta næst líka, gaman að þessu ;)

Svo má nú ekki gleyma henni Charlotte Nielsen þeirra Svía (sú sem vann Selmu um árið), hún er ægilega vinsæl hérna, reglulega í Se & Hör og öðrum blöðum. Sér meðal annars um kynningu á Melodifestivalen ásamt tveimur vöskum sveinum. Þó hún sé óttalega gervileg þakkaði ég samt fyrir að hún var í skemmtiatriðinu í gær á meðan kosningarnar stóðu yfir, hún getur nefnilega alveg sungið sem er meira en hægt er að segja um þá sem sungu í atriðinu með henni...

Samt merkilegt, svona almennt séð, hvað tónlistin hérna úti, sú sem maður heyrir úti í búðum og í útvarpinu, er Eurovisionleg (svona svipað og Eitt lag enn frá því hérna um árið og lögin á því tímabili). Svo eru auðvitað sömu poppklisjurnar hérna úti eins og heima.


...jag blev fååångad av en stooormviiind....
Ronja litla reit um 19:07  
föstudagur, mars 05, 2004
Víðförull bóndi...


create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Ég ætla ekki að setja mínar ferðir hér inn því þær sjást varla á þessu heimskorti. Set því ferðir bóndans inn í staðinn hehe (nánar tiltekið er þetta Þýskaland, Holland, Kanaríeyjar, BNA, Bólivía, Bretland, Singapore, Japan, Balí (Indónesía), Danmörk og Svíþjóð).
Ronja litla reit um 00:18  
fimmtudagur, mars 04, 2004
Varð bara að láta þetta fylgja með...
Always forgive your enemies - Nothing annoys them so much.

If Barbie is so popular, why do you have to buy her friends?

I used to have an open mind but my brains kept falling out.

You know the speed of light, so what's the speed of dark?

Join The Army, Visit exotic places, meet strange people, then kill them.

Evening news is where they begin with 'Good evening', and then proceed to tell you why it isn't.

Death is hereditary.

Never argue with a fool. People might not know the difference.

Always borrow money from a pessimist. He won't expect it back.

We must believe in luck. For how else can we explain the success of those we don't like?

I don't have an attitude problem. You have a perception problem.

Accept that some days you're the pigeon and some days you're the statue.
Ronja litla reit um 23:11  
Niðurstöður dagsins:
#Draumurinn sem mig dreymdi um daginn rættist (augljóslega ekki sá sem ég sagði þér frá Grísamamma ;) - ég hlýt því að vera berdreymin

#Ályktunin sem ég komst að í gær var rétt þó fátt gæfi tilefni til þess að halda það - ég hlýt því að vera skyggn

#Ég hrapa að ályktunum án þess að hafa rökheldar staðreyndir fyrir mér - ég er því sennilega bara fúskari og hvorki berdreymin né skyggn

#Ég var frekar fúl yfir að ályktuninn og "berdreymnin" skyldi hafa reynst rétt - ég varð fyrir vonbrigðum

#Ég á alltof mikið af diskum - það er staðreynd

#Ég fór í rosa langan göngutúr í dag (5 km og mér fannst það mikið) - ég er dugleg

#Ég komst að því að það er fínt að hlusta á Kill Bill diskinn þegar maður er úti að labba - ég er enn að læra þó ég sé hætt í skóla

#Mér finnst sænsku köttbullarnar og kartöflumús ásamt tómatsósu nokkuð góðar - ég er með sveitagenið í mér

#Þriggja vikna sænskunám og ég á erfitt með að skilja talaða sænsku - ég verð að fara að stunda aðra staði en verslanir til að læra sænsku þó færni mín þar sé töluverð

#Ég set markið kannski svolítið hátt í sænskunáminu - ég verð að læra að hætta að vera svona rosalega bjartsýn

#Ég er farin að sofa - góða nótt

Ronja litla reit um 22:32  
jahá...
Bull og vitleysa dagsins
Ronja litla reit um 12:25  
miðvikudagur, mars 03, 2004
Það er rok...
... úti. Var búin að heyra mörgum sinnum að slík veðrafyrirbrigði fyrirfyndust hreinlega ekki hér í þessari glæsiborg. En allavega þá er búið að lægja núna síðan í gær, þá glumdi og hvein í öllu og kuldinn eftir því. Ekki skrítið kannski, miðað við að húsið var byggt í kringum seinni heimsstyrjöldina.

Sá merkilega sjón þegar ég fór út í dag. Labbaði framhjá leikskóla hér í nágrenninu og krakkarnir úti að leika sér eins og gerist, snjór og svell á leikvellinum og svona. Þau voru öll, hvert eitt og einasta, með hjálm á höfðinu! Sennilegasta skýringin er sjálfsagt sú að þetta sé gert til að fyrirbyggja höfuðáverka sem er auðvitað bara gott mál. Samt svolítið skondin sjón (hvað eru mörg s í því!).

Skötuhjúin sem vöktu athygli á húsnæðisvandanum hér í borg hafa verið áberandi í fjölmiðlum, ahh eða réttara sagt ekki þau sjálf en þau kveiktu greinilega vel í umræðunni. Er sko að tala um parið sem lagðist í rekkju á Sergels torgi, undir sæng, með hvutta uppí og fór að gera hluti sem yfirleitt eru aðeins iðkaðir í einrúmi. Sá myndir frá atburðinum í kvöldblaðinu í gær, frekar fyndið, fullt af fólki í kring en greinilega mishneykslað. Konurnar stóðu saman í hring og töluðu saman, greinilega nokkuð æstar yfir þessu en karlarnir stóðu bara og gláptu sem mest þeir gátu. Annars hefði maður nú varla trúað þessu upp á Svíana svona miðað við hversu praktískt fólk þetta virðist vera og vant að virðingu sinni, en þeir áttu nú svo sem sitt gulltímabil í framleiðslu misblárra mynda þannig að þetta er sjálfsagt til í þeim ennþá...

Var annars bara dugleg í dag, fór niður í miðbæ og verslaði mér skrifanlega geisladiska og tösku undir slíka hluti. Labbaði svo um miðbæinn, þar á meðal meirihlutann af Drottningargötunni sem er ein af aðalgötunum niðri í bæ, sambærileg Laugaveginum heima og mikil verslunargata. Fór í nokkrar H&M búðir (sem er, fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir, uppáhalds búðin mín hér í borg) en þær leynast á nánast öðru hverju götuhorni. Svooo dugleg samt að standast freistingarnar (keypti bara eyrnalokka ;) Fullt af fólki á ferli eins og vanalega, seinniparturinn virka daga einkennist yfirleitt af fólksmergð sambærilegri Þorláksmessukvöldi heima. Tala nú ekki um helgarnar og ef eitthvað sérstakt er í gangi þá verður bókstaflega erfitt að þvælast um. Fékk mér svo Burger King í kvöldmatinn, namminamm. Svo er planið að horfa á samantekt óskarsverðlaunanna á eftir, gaman að sjá ríka og fræga fólkið (lesist: sætu leikarana og kjólana).

Har det bra! (sé að Grettir hefur farið í frí, er það nú fýluköttur!)
Ronja litla reit um 19:00  
þriðjudagur, mars 02, 2004
Talandi um...
...þrif. Það kannast vonandi fleiri en ég við það þegar maður er að þrífa að íbúðin (eða hvað sem er verið að þrífa) er ekki eins lítið skítug og manni sýnist í fyrstu... Ýmsir staðir sem leyna á sér og svona... þá þýðir ekkert annað en að taka sér smá hlé og fá sér svalandi gosdrykk í glas og kíkja á...



(þessi færsla var í boði Garfields!)
Ronja litla reit um 15:04  
mánudagur, mars 01, 2004
Mánudagur til þrifa...
...alltaf gaman að vera í hreinni íbúð. Það verður bráðum svoleiðis hér á bæ :)

Helgin var róleg og þægileg. Einkenndist af vídeóglápi, lestri og gönguferðum (ekki endilega í þessari röð samt). Hef það svo ótrúlega gott hérna að það liggur við að ég öfundi sjálfa mig af því! hehehe Kláraði Life of Pi sem er stórmerkileg og ég mæli með henni, er samt ekki ennþá komin að endanlegri niðurstöðu um hana, erfitt að útskýra án þess að skemma fyrir þeim sem eiga eftir að lesa hana... Finnst hún samt ekki vera til þess fallin að gera mann trúaðan eins og ég hef heyrt einhverja halda fram (og sem stendur í einum bókardómnum). Langt í frá, held að það sé meira fyrir þá sem eru trúaðir fyrir og vilja endilega skýra merkilega og ólíklega hluti með einhvers konar guði.

Drakk fyrsta kaffibollann um helgina ótrúlegt en satt. Þurfti eina af bestu kaffitegundum heims til þess náttúrulega... vill svo skemmtilega til að eftirbragðið einkenndist af súkkulaði og það var hrikalega gott að fá sér súkkulaði með.... nammm. Svo er gaman að segja frá því að við fáum heimsókn frá Íslandi eftir rúman hálfan mánuð, systa og mamma ætla að kíkja yfir.

En já, hugmyndakerfið hennar Ynju um drykkju/þynnku er nokkuð sniðugt, mæli með því. Mæli líka með kosningabragði Grísamömmu, tæki þátt í því með henni ef ég hefði efni á.

Jæja, kallinn er farinn að syngja "út með jólaköttinn" meira en hollt getur talist hérna nokkra metra frá... ætla að reyna að laga það ;)

Tusku- og kústakveðjur!
Ronja litla reit um 13:09  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER