Ronja Ræningjadóttir
   
miðvikudagur, mars 22, 2006

æj hann er svo sætur eitthvað :D









ég var alveg örugglega ekki svona sæt á laugardagsmorguninn þegar ég fór niður og gáði hver var að dingla - löngu eftir hádegið, í náttfötunum, með úfið hár, maskarann niður á kinnar og rétt svo nýbúin að setja í mig linsurnar þannig að ég náði ekki einu sinni að þurrka linsuvökvann sem rann úr augunum - hef örugglega litið út eins og lamin húsmóðir í sjokki... allavega hef ég aldrei vitað Votta Jehóva eins stressaða, talandi jafn lítið og hlaupandi eins hratt út úr húsi eftir að hafa hent í mig krumpuðu blaði...
Ronja litla reit um 00:16  
föstudagur, mars 17, 2006
ÚJE keypti ææææðislegan disk í dag, safndisk með skemmtilegum ABBA lögum. Hér þarf reyndar nánari skýringar við. Flest ABBA lögin eru alveg stórkostleg, bara sum eru sæmileg eða léleg. Margir af gömlu hitturunum eru hins vegar svo þreyttir í mínum huga - þrátt fyrir að vera afbragðsgóð lög - að ég varð ofsalega glöð að finna þarna saman á disk Gimme! Gimme! Gimme!, When I kissed the teacher, Hole in your soul, On & On & On, Lay all your love on me, When all is said and done og síðast en ekki síst The Visitors sem er eitt af allra bestu lögunum þeirra. Það hefði reyndar mátt sleppa Waterloo fyrir eitthvað annað enn betra og bæta fleiri lögum við… já já

There’s not a soul out there, no one to hear my prayyyyyeeeeer….
Gimme gimme gimme a man after midnightWon't somebody help me chase the shadows awayGimme gimme gimme a man after midnightTake me through the darkness to the break of the day


Dillandi diskóbassi, besta röddun í geimnum, brilljant hljóðblöndun, flottir textar *dillidillidill* Vúhúúúú!!!

A is for Abba (Daryl Easlea)
Ronja litla reit um 19:33  
mánudagur, mars 13, 2006
Hallú alle sammen, ég er á lífi! :) Smá vetrarfrí bara...

Smá öppdeit... Síðan síðast þá hef ég: skipt aftur um vinnustað, farið til Glasgow á ráðstefnu og í búðir (eiginlega svona fiftí fiftí), haft mikið að gera, látið mér leiðast, sofið lítið, skemmt mér yfir nýju dvd diskunum mínum (ehemm eða nokkrum þeirra a.m.k.), kennt frænda mínum stærðfræði, farið dáldið oft á kaffihús með austinu, hlaðið niður fullt fullt af tónlist, hlustað endalaust á the magic numbers, safnað að mér ýmsu efni með Johnny Cash, keypt mér nokkrar bækur.... og þar af eina eða tvær sem eru ekki vinnutengdar, verið óóótrúlega dugleg að fara í heimsóknir (svona miðað við mánuðina þar á undan), prófað þolið á krítarkortinu, sjaldan drukkið eins lítið á jafnlöngum tíma (skrifa ég þetta ekki örugglega annars eftir síðustu árshátíð?), keypt tvær risapakkningar af klósettrúllum (sem duga örugglega fram á mitt næsta ár haha!), farið að skoða íbúðir aftur á netinu (en bara smá), hætt að skoða sófa (síðasta útlandaferð gerði þar útslagið), tekið lítið til, farið að borða á heilsusamlegri tímum sólarhringsins.... mjámm viljiði vita eitthvað meira eða... ;)

Best að reyna að vinna pínu og fara svo kannski og fá sér kaffi og reyna eftir það að fara snemma að sofa... and the story continues.... ;0)
Ronja litla reit um 19:26  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER