Ronja Ræningjadóttir
   
miðvikudagur, maí 23, 2007
Ó svo lýsandi :D Þetta hávísindalega próf lýsir mér ágætlega, nema.. mér fannst algebran skemmtilegri en rúmfræðin (léleg rýmdarhugsun!) og ég fíla ævisögur!


Ronja, you are Right-brained

Most right-brained people like you are flexible in many realms of their lives. Whether picking up on the nuances of musical concerto, appreciating the subtle details in a work of art, or seeing the world from a different perspective, right-brained people are creative, imaginative, and attuned to their surroundings.

People probably see your thinking process as boundless, and that might translate to your physical surroundings as well. Some people think of you as messier than others. It's not that you're disorganized, it's just that you might use different systems to organize (by theme, by subject, by color). Straight alphabetization and rigidly ordered folders are not typical of right-brained behavior.

You are also more intuitive than many. When it comes to reading literature, you probably prefer creative writing or fiction over nonfiction. And when it comes to doing math, you might find you enjoy geometry more than other forms like algebra.

Ronja litla reit um 21:27  
miðvikudagur, maí 16, 2007
Ég fíla þetta lag í tætlur... þarf að leita þessa hljómsveit uppi á netinu, Les Fatals Picards




Svo fíla ég America's Next Top Model endalaust vel, tilfinningaskalinn upp og niður, ást og hatur, öfund, reiði, gleði, Nigel, fallegt fólk, love it! Bandaríska útgáfan er líka miklu skemmtilegri en hinar sem ég hef séð (UK, Skandinavía, Ástralía) - þær eru einhvernveginn... veit ekki... vitlausari?
Ronja litla reit um 21:44  
þriðjudagur, maí 15, 2007
*snörl*

jebb lasin í sautjánda skipti á árinu (eða mér líður þannig) - bloggið nýtur góðs af því svona fyrst ég er ekki í stuði til að lesa eða glápa á sjónvarp. Litla herbergið í litlu íbúðinni minni naut líka góðs af.. búin að taka að miklu leyti til í því, en reyndar ekki öllu urg... meirað segja búin að tölfræðast aðeins í dag og borga skattinn.. alveg týpískt að þá fer "maðurinn með hattinn" að hljóma í hausnum á mér, kannski best að koma þessari háfleygu vísu að:

maðurinn með hattinn
stendur upp við staur
borgar ekki skattinn
því hann á ekki aur
hausinn oní maga
og maginn oní skó
reima svo fyrir
og hend'onum út í sjó!

þetta var sko eitt af uppáhaldslögunum mínum þegar ég var sex ára, þetta og Sísí fríkar út. Byrjaði snemma með þróaðan smekk hehehe. Þess má kannski geta líka að þegar ég var sex ára var ég skotin í þremur strákum í einu, veit ekki hvort það er merki um einhverja þróun samt... kannski bara pjúra athyglisbrestur - eins og blogg dagsins í dag!
Ronja litla reit um 17:46  
miðvikudagur, maí 02, 2007
... Mér datt eitthvað sniðugt í hug til að skrifa en ég náði að gleyma því á leiðinni inn á síðuna ... *fliss og roðn*

Jamm, flutt! Og hæstánægð með það bara! Held að "heimafílingurinn" hafi komið algjörlega núna í kvöld, sitjandi við borðstofuborðið, skrifandi skýrslu með Jay Leno í bakgrunninum... gerist varla klassískara ;)

Komin á nýjan bíl, alveg óvart, og hæstánægð með það líka!

Jii.. horfði á 20. þáttinn af Heroes í gærkvöldi áður en ég fór að sofa, ómægoood...

Ekki búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa þann 12. ... hvorki í alþingiskosningunum né júró ;)


... svo mörg voru þau orð
Ronja litla reit um 23:55  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER