Ronja Ræningjadóttir
   
fimmtudagur, apríl 21, 2005
Jæja tími á uppfærslu?

Þá er ég búin að fara á ráðstefnu í Osló um eitt af helstu hugðarefnunum. Það var samt á mörkunum að það væri hægt að fylgjast með fyrirlestrunum sökum þess hve það var troðið miklum mat ofan í mann. Standa sig þessir Norðmenn. Dagurinn byrjaði á veglegu morgunverðarhlaðborði, svo kom þriggja rétta hádegisverðarhlaðborð, kaka um miðjan daginn og svo þriggja rétta veislumatseðill á kvöldin ásamt guðaveigum. Er það nema von að maður er farinn að líta í kringum sig eftir teygjanlegum íþróttabuxum. Heh, frekar erfitt að fara svo á sultarfæðið eftir svona ítroðslu.

Gamli maðurinn (kominn á fertugsaldurinn sko) kom svo til Oslóar líka og rápuðum við um borgina endilanga, leituðum að Hákoni og Mette-Marit en ég átti víst að skila heitum skilaboðum frá Anjettu til hans, sorrí Anjetta, fann hann ekki! Osló virkaði dálítið ósnyrtileg á margan hátt á okkur en ekki eins mikil sveitabær og við áttum kannski von á. Dæmi um subbuganginn voru óhreinar götur; trilljón sígarettustubbar alls staðar og rusl, drullureddingar á viðgerðum gangstéttum og götum (ef þið sjáið fyrir ykkur bútasaumsteppi þá áttið þið ykkur á því hvað ég á við). Eins vöknuðu spurningar um félagslega kerfið þarna miðað við fjölda betlara á götum úti, vændiskonur á götuhornum og flokka fíkniefnaneytenda.

Tímanum hérna í Stokkhólmi hefur annars verið eytt í almenna afslöppun að mestu, maður er orðinn svo heimavanur hérna að það er fátt eftir til að skoða innan borgarmarkanna. Ætlum þó einhverntímann að fara í ferðalag út í skerjagarðinn, til Gotlands og í lengri ferðalög út á land.

Jamm
Ronja litla reit um 11:08  
mánudagur, apríl 11, 2005
Mæli með þessu :)
Ronja litla reit um 10:32  
Bara svona smá tilkynning:

Það er 15 stiga hiti úti og glampandi sól!
Ronja litla reit um 09:45  
sunnudagur, apríl 10, 2005
Jæja þá er maður kominn í borg metrósexjúal karlmanna og H&M veldisins, sól og blíða auðvitað eins og alltaf ;)

Skverinn tekinn í gær, gáð hvort H&M væri ekki á sínum stað, labbað í gegnum miðbæinn og Gamla Stan, annars hefur mestur tíminn farið í að vinna upp svefn og almenna afslöppun, nææææææs
Ronja litla reit um 11:53  
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Hahahaha hver er þetta???
Ronja litla reit um 18:43  
mánudagur, apríl 04, 2005
Svona fyrst maður hugsar nú dálítið í normalkúrfum dagsdaglega þá var þetta alveg tilvalið...





You Are 45% Normal

(Somewhat Normal)




While some of your behavior is quite normal...
Other things you do are downright strange
You've got a little of your freak going on
But you mostly keep your weirdness to yourself




Vúhúúúú!!! Bara 3 (reyndar klikkaðir) vinnudagar eftir og svo er ég farin út í hlýja vorið!!
Ronja litla reit um 22:34  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER