Ronja Ræningjadóttir
   
þriðjudagur, maí 31, 2005
Namm ég var að borða bragðaref, með mars, snickers og jarðarberjum (held það verði kvöldmaturinn!). Sit annars í vinnunni við að klára skýrslur. Með hor í nefi og kláða sem fylgir kvefi í uppsiglingu. Æðislega gott veðrið úti, allavega áðan þegar ég keypti ísinn :) Jæja best að koma sér heim!

Hey já! Ég er að fara á Duran Duran, þó ég hafi haldið með Wham á sínum tíma. Best að hafa þetta sem svona smá mental note um að ég á eftir að sækja miðann. Verst að ég get ekki notað bloggið á annan hátt sem minnisblokk, yrði þá að minnsta kosti að dulkóða sumar upplýsingarnar :)
Ronja litla reit um 19:06  
fimmtudagur, maí 26, 2005
JESSSSSSS þessi að koma til landsins!!!! Hver kemur með???
Ronja litla reit um 17:06  
þriðjudagur, maí 24, 2005
Vá ég er bara ekkert rómantísk eða neitt í þá áttina! Er með kveikt á brúðkaupsþættinum fyrir framan mig (ég meina, það er í alvörunni hægt að hafa augun á hverju sem er á meðan maður á að vera að vinna) og geri bara grín að öllu þessu fólki. Níu ára samband gerir þetta kannski að verkum hahahaahahahah


Vil samt taka það fram að ég er fær um að samgleðjast fólki sem giftir sig þó ég sjái ekki að ég hefði neina ánægju af því sjálf :D


Annars er auðvitað ekkert að frétta héðan annað en að ég er að reyna að gera upp veturinn vinnulega séð áður en ég fer í sumarfrí. Hmmm jú reyndar þá blés vindur undir vængi unganna í dag, það var ágætt - þeirra vegna, ég veit ekki hvað ég geri... er enn að hlæja að því hvað þessar húsnæðispælingar skutust í hausinn á mér aftur, býst við að ég verði virkilega að fara að leggja hausinn í bleyti...

Æjá, dettur ekkert fleira í hug, farin í peysu og að vinna, tata...
Ronja litla reit um 20:42  
fimmtudagur, maí 19, 2005
Akkuru finnst mér ég alltaf helst þurfa að blogga þegar ég hef minnst að segja? Iss...
Ronja litla reit um 18:24  
föstudagur, maí 06, 2005
...og ungarnir myndast við að gera sig fleyga... :)
Ronja litla reit um 12:27  
fimmtudagur, maí 05, 2005
Your Inner European is French!



Smart and sophisticated.
You have the best of everything - at least, *you* think so.





Mikið rosalega var ég glöð að vera í fríi í dag. Stórkostlegt. Bara verst hvað ég er gleymin, ætlaði að fara í sveitina að græja bílinn aðeins. Gleymdi því. Myndi reyndar gleyma hausnum á mér einhvers staðar ef hann væri ekki fastur á, einhverjir myndu segja að ég ætti að vinna minna. Mér finnst hins vegar gaman að eiga peninga fyrir reikningum, sérstaklega ef ég er dugleg að versla. Ég er líka í skemmtilegum störfum :)
Fyrr mátti nú vera að húsnæðispælingarnar skytust eins og raketta í rassgatið á mér aftur, endar kannski með því að ég verði heimilislaus því ég kveikti svo í sambýlingum mínum að þær flytja mjög líklega frá mér í sína eigin íbúð! Meira bullið. Samt er ég reyndar skotin í einni lítilli íbúð með sjávarútsýni. Kannski verður það ekkert meira en smá skot sem ég þarf að reyna að bæla niður, spurning...

Jeminn hvað það er gott að vera í fríi
Ronja litla reit um 20:57  
þriðjudagur, maí 03, 2005
You scored as Satanism. Your beliefs most closely resemble those of Satanism! Before you scream, do a bit of research on it. To be a Satanist, you don't actually have to believe in Satan. Satanism generally focuses upon the spiritual advancement of the self, rather than upon submission to a deity or a set of moral codes. Do some research if you immediately think of the satanic cult stereotype. Your beliefs may also resemble those of earth-based religions such as paganism.

Satanism

88%

atheism

67%

Paganism

67%

Islam

58%

agnosticism

54%

Christianity

54%

Buddhism

50%

Hinduism

38%

Judaism

38%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com





Svei mér ef þetta er ekki glettilega rétt bara... fyrstu þrjú það er að segja...
Ronja litla reit um 20:37  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER