Ronja Ræningjadóttir
   
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
Ég þarf að skrifa eina grein

Það er ofboðslega erfitt að koma sér að því að skrifa hana. Ég vaknaði klukkan níu í morgun og nú er klukkan þrjú. Ætlaði líka að skrifa hana í gær og fyrradag. Frestarinn í essinu sínu

Í staðinn fyrir að byrja á greinarkorninu (sem er nota bene ekki nema sirka 3 síður) þá er ég búin að (og bara í dag):

-uppfæra tölvu mannsins míns með tilliti til öryggisbúnaðar, að öllu leyti, ekkert sem ég get gert meira fyrir hana
-fara í sturtu
-fara í hádegismat út í bæ og borða eins mikið og ég mögulega get í mig látið
-klippa á mér neglurnar (þvældust fyrir á lyklaborðinu)
-breyta útliti tölvunnar minnar
-laga og laga meira uppáhalds niðurhalsforritið mitt þessa stundina
-horfa á fyrstu mínúturnar í næsta LOST þætti, fyrir kraftaverk þá gat ég slitið mig frá því
-blaðra frá mér allt vit
-lesa Moggann
-auk þess að sjálfsögðu að skoða öll blogg (sem ég les reglulega) að minnsta kosti þrisvar sinnum, auk þess blogg sem ég les bara stundum sem og barnalandssíður. Auk þess er ég búin að þræla mér í gegnum umræðuna á Barnalandi, skrif Hörpu og Láru (sjá t.d. blogg.is/harpa) sem virðast vera það heitasta í netheimum í dag, vona að því sé samt að ljúka - þetta er orðið dálítið þreytandi (a.m.k. eftir að lesa þetta í einum rykk!)

Þar sem ég sit við skrifborðið er dálítið freistandi að; a) halla mér aðeins, b) fara að lesa, c) fara að prjóna! d) plokka augabrýrnar, e) taka til, f) bora í nefið

Yours truly
Ronja rithöfundur
Ronja litla reit um 12:59  
mánudagur, ágúst 29, 2005
GSM blogg af vettvangi
lvuna mee ;-) ja og snilld ad geta bloggae ì gegnum sìmann, annars hefeue yie misst af yessum spöku oreum! :-D


Ronja litla reit um 17:29  
GSM blogg af vettvangi
;-) hie ljùfa lìf... Bùin ad redda nieurhali a LOST yannig ad ?g get andae ròlega, snilldin ein ad nieurhal er òtakmarkae h?rna, enda vare ?g ae taka tö


Ronja litla reit um 17:29  
GSM blogg af vettvangi
wa ætti drengurinn ae vera bùinn ì pròfinu, bìe eftir honum a kaffihùsi nieri ì bæ. Ætla svo ad bjòea honum ùt ae borea og svo kannski bjòr ì framhaldinu


Ronja litla reit um 17:29  
sunnudagur, ágúst 28, 2005
Til lukku með snáðann Marta!
Ronja litla reit um 13:08  
laugardagur, ágúst 27, 2005

Bæjò! :0)


Ronja litla reit um 07:35  
mánudagur, ágúst 22, 2005

Fyrir þá sem eiga bágt núna
Ronja litla reit um 23:50  
Jibbí jibbí jibbí netið komið í lag!!! Loksins, búið að taka mánuð held ég með símhringingum annað slagið til að koma þessu í stand. Annað í fréttum, ég er komin á sýklalyf út af bronkítis og vökva í eyrum, haldiði að það sé ástand. Að sjálfsögðu þurfti ég að verða svona kvefuð síðustu dagana áður en ég fer í frí, þegar mest er að gera. Var svona í fyrra líka. Hmmm hvað fleira... uhh... það er einhver að negla hérna í húsinu, akkúrat þegar ég þarf að einbeita mér... veit manneskjan ekki að ég er með nettan athyglisbrest! ha já aftur að þessu.. ooo þarna byrjar hann aftur... komst ekki í partí um helgina sökum kvefs og skítapestar, því miður, mig dauðlangaði. Horfði á the Aviator í staðinn ásamt bróður í sveitinni, hún var fín, dálítið löng svona seint á laugardagskvöldi reyndar (lesist; dottaði). Þurfti svo endilega að gleyma snyrtibuddunni með tannburstanum og andlitinu mínu í sveitinni, fattaði það ekki fyrr en seint í gær og varð nett pirruð, vildi til að ég þurfti ekki að hitta of marga í dag, ekki sátt við að vera andlitslaus og andfúl. Piff. Já já krakkar mínir, svona er það nú, óritskoðað og óyfirlesið (hlýtur að vera kvefið).
Ronja litla reit um 17:53  
mánudagur, ágúst 15, 2005
Skárr'en ekkert???
Eða ætti ég að segja skárr'en síðasta blogg??? ;)

Sumrinu tekið að halla. Vottur af skammdegisþunglyndinu gerir vart við sig strax og skyggja tekur á kvöldin sem telst vera dæmigert fyrir ágúst- (sept..okt..nóv..des..jan..feb..) -kvöld í mínum heimi. Orðin grasekkja. Kalt á nóttunni. Fríið búið í bili. Of mikil vinna. Streita. Of háir reikningar. Of mikið borðað. Óhreint heimili. Þreytt og syfjuð. Með bólu. Svöng.
Hmmm oj æ ég meika þetta ekki... fer að fara í frí aftur, er með voða voða voða fínt hár núna og LOST er í sjónvarpinu í kvöld. Það eru svo sem ljósir punktar innan um... :)
Ronja litla reit um 17:17  

Vá èg var bùin ad gleyma hvad David Hasselhoff er gòdur leikari. Gæda sunnudagskvöld ì sjònvarpinu *þumall*


Ronja litla reit um 00:11  
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
geeiiiisp...
Ronja litla reit um 08:38  
þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Jæja, back to work. Óhòfleg koffìnneysla heldur áfram. Kvedja ùr rigningunni :)

Úr vettvangsferð um skóginn Ronja litla

Ronja litla reit um 14:53  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER