Ronja Ræningjadóttir
   
laugardagur, október 30, 2004
Valkvíði í dag... hvað á ég að fá mér í matinn? Afgangar af cashew-hnetu kjúklingi inni í ísskáp, pastasalati frá Deli, nokkrar tegundir af ostum og berjum, tvær gerðir af kökum og ein eða tvær pitsusneiðar líka til að kóróna þetta. Það er greinilega ekki of oft eldað á þessu heimili!


Ronja litla reit um 13:15  
mánudagur, október 25, 2004
Í dag mæli ég með:

Í tónlist: Franz Ferdinand. Mæli líka með fyrstu hlustun á SlowBlow og nýjasta disk Nick Cave og að rifja betur upp fyrsta disk The White Stripes (ok þetta þjónar aðallega hlutverki minnispunkta fyrir mig).

Í kvikmyndum: Good Bye Lenin (frábær og yndisleg).

Í vírusvörnum: Norton Antivirus 2004 (mikið betri en 2003 útgáfan), SpySweeper og PopUpWasher (Ad-Aware til vara).

Við skýrsluskrif: M&M og PepsíMax

Ronja litla reit um 18:26  
sunnudagur, október 24, 2004
Rosalega var rauðvínið gott í gær... Svo gott að ég óskaði þess að ég hefði drukkið minna af því þegar ég spjallaði við Kanana, röksemdirnar á móti Bush flugu ekki eins hratt í orð og ég hefði viljað...
Ronja litla reit um 13:59  
miðvikudagur, október 20, 2004
júhúúúú jibbí húrra húrra!! ADSLið er komið í hús - gaman gaman gaman! Skildi reyndar ekkert í þessum leiðbeiningum enda virtust þær ekki eiga við um mína tölvu (??) - komst allavega á endanum á netið í gegnum fínu þykku snúruna! Jibbí!
Ronja litla reit um 22:48  
þriðjudagur, október 19, 2004
Stundum skil ég ekkert í því að svona nojuð manneskja eins og ég er (eða réttara sagt hræðilega forvitin um aðra og geri (örugglega ranglega) ráð fyrir að aðrir séu eins forvitnir um mig) skuli nota rekjanleg greiðslukort í öllum aðstæðum sem fela í sér peninga. Ekki það að ég hafi neitt að fela en vissir siðir og venjur skína augljóslega í gegn, eins og til dæmis söfnunarárátta. Bara svona datt þetta í hug þegar ég var að skoða yfirlit á einkabankanum...
Ronja litla reit um 16:10  
sunnudagur, október 17, 2004
Smá játning:

Ég þoooooooooooooli ekki sunnudagskvöld og hef aldrei gert. Ef sunnudagskvöld væri manneskja þá léti ég hana dúsa allsbera og blauta úti í frosti - heilan sólarhring, án vonar um að komast í hlýju! Get svarið það... Sunnudagskvöld eru svo leiðinleg að ég eyddi frekar 4 tímum í tölfræði áðan heldur en að reyna að hafa hugann við eitthvað annað. Allamalla...

Ronja litla reit um 23:16  
laugardagur, október 16, 2004
Skrítið hvernig sporin eftir mann geta algjörlega gufað upp... Skrifaði lengsta pistil í marga mánuði rétt áðan og svo bara hvarf hann. Nenni engan veginn að skrifa hann aftur en hann fól í sér morgunvökur (skilgreint hugtak meðal svefnpurkna), leti/deyfð, garnagaul og lofgjörð um nýjan kokk ásamt samanburði við mataræði á síðasta vinnustað. Verð samt að koma einu að aftur: Flokkið þið m&m áður en þið borðið það?

Haugurinn
Ronja litla reit um 14:18  
miðvikudagur, október 13, 2004
Fékk skrítinn tölvupóst í dag, eftirfarandi er brot úr honum...


...Það er óheimilt að vera með hluti sem gætu skaðað aðra leikmenn. Dæmi: Höfuðvörn, andlitsgrímur, armbönd, armbandsúr, hringar, hálsfestar eða keðjur, eyrnalokkar, gleraugu án banda eða með stífum umgerðum og allir aðrir hlutir sem gætu verið hættulegir. Ennisbönd eru leyfð ef þau eru úr mjúku teygjuefni. ......er þetta umræða um box, hjólreiðar, Jane Fonda leikfimi eða eitthvað alls óskylt?
Annars er ég búin með mínar fimmtán mínútur :)
Ronja litla reit um 23:50  
mánudagur, október 11, 2004
Jesssss... pantaði adsl í dag en fyrr má nú aldeilis vera, það tekur heila viku að fá það virkjað!

Fór á Vodkakúrinn í gær, mæli með honum

Hmmm veit ekki af hverju en hvítvínsflaskan, sem er búin að vera á skrifborðinu mínu í margar vikur og ég tek aldrei eftir, hreinlega starir á mig núna... mjög skrítið! Hún hefur kannski heyrt mig skrifa um vodka... :-O
Ronja litla reit um 21:08  
sunnudagur, október 10, 2004
Minnisatriði dagsins: Ég bara verð að fá mér adsl hingað heim, þetta gengur ekki
Ronja litla reit um 16:36  
Rændi þessum af bloggi í nágrenninu...

A worldwide survey was conducted by the UN. The only question asked was:"Would you please give your honest opinion about solutions to the food shortage in the rest of the world?"
The survey was a huge failure...
In Africa they didn't know what "food" meant.
In Eastern Europe they didn't know what "honest" meant.
In Western Europe they didn't know what "shortage" meant.
In China they didn't know what "opinion" meant.
In the Middle East they didn't know what "solution" meant.
In South America they didn't know what "please" meant.
And in the USA they didn't know what "the rest of the world" meant
Ronja litla reit um 11:45  
miðvikudagur, október 06, 2004
Búið að vera ansi mikið að gera undanfarna daga og þess vegna var spennulosunin á Anchorman í gær enn betri. Veit ekki hvort hún var í alvörunni svona fyndin eða við Prinsessan svona strekktar á taugum að það varð ofsalega gott eitthvað að losa um :) Flestir hlógu samt töluvert að myndinni þannig að það var kannski ekki bara stress...

Meiri spennulosun svo...Læknanemar fyrir utan að éta pulsu. Skemmtilegt...
Ronja litla reit um 16:37  
sunnudagur, október 03, 2004
Hreytur hugans... á laugardagskvöldi þegar ég ætti, miðað við aldur og fyrri störf, að vera einhvers staðar annars staðar um miðnætti en uppi í rúmi...


Jiminn, ég held að ég sé bæði búin að hlusta of mikið á Damien Rice undanfarna daga (ef það er mögulega hægt) og reyna of mikið að spila The Blowers Daughter á gítarinn, lagið búið að vera pikkfast í hausnum á mér sama hvað ég fæst við og gómarnir aumir. Þetta hefur allavega haft það í för með sér að nú veit ég ýmislegt um þvergrip sem ég vissi ekki áður híhíhí

Mig langar að skrifa skemmtilega sögu, hmm reyndar langar mig að geta gert flott lög og texta en mig grunar að ritlistin liggi betur fyrir mér, sama hvort fólk trúir því eða ekki :) Held samt að ég hafi of mikið að gera til að geta dottið eitthvað sniðugt í hug. Sé til síðar

Hmm hvað langar mig til að gera fleira... Mig langar á tónleika með The White Stripes. Hmmm reyndar langar mig aðallega til að hitta Jack White, alveg viss um að við gætum átt skemmtilegt spjall. Tæki Prinsessuna með, hún gæti spjallað við Meg á meðan ;)

Mig langar líka til að eiga Clueless í heilu lagi á spólu, það hefur einhver jólasveinninn tekið Leiðarljós (!!!) yfir góðan hluta af henni...

Mig langar... í súkkulaði, koffíngos, til Svíþjóðar, á djammið, stæltari líkama, að hafa eitthvað annað í sjónvarpinu en djö... Leno, meiri peninga, svefn zzzzzzzzzz
Ronja litla reit um 01:19  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER