mánudagur, febrúar 20, 2006 |
|
Jæja í morgun hætti úllingurinn ég loksins að vera þunnur eftir föstudagsdjammið, sem var btw hrikalega skemmtilegt. Get ekki um annað hugsað núna en að fá mér einhvern góðan rétt á uppáhalds tælenska matsölustaðnum mínum, vel við hæfi á þessum óendanlega vinnudegi. Finnst eins og ég sé að verða lasin (held að þetta sé örugglega ekki þynnka lengur, þreyta örugglega að einhverju leyti en ekki þynnka).
Ekkert annars að frétta, nema að Walk the line er góð. Jæja farin heim. |
Ronja litla reit um 18:12
|
|
|
þriðjudagur, febrúar 14, 2006 |
|
Mér finnst fátt eins geggjaðislega huggulegt og að leggja mig eftir massífan og þokkalega heppnaðan dag (daga/vikur...). Enda fylgir það því yfirleitt að ég hef farið seint að sofa kvöldið áður ;) En já allavega, dagurinn var hressandi að því leytinu til að ungur herramaður, afskaplega kvefaður, hnerraði helmingnum af munnvatninu sínu yfir mig og svo talaði ég svo mikið að mér er illt í hálsinum. En allt í góðu með það.
Eníveis. Nývaknaða manneskjan er farin að glápa á eitthvað skemmtó. Tata... |
Ronja litla reit um 22:22
|
|
|
sunnudagur, febrúar 12, 2006 |
|
Suma daga langar mann bara í fallhlífarstökk - til að lofta aðeins um heilabúið og koma einhverju fútti í hlutina. Víííí |
Ronja litla reit um 17:58
|
|
|
laugardagur, febrúar 11, 2006 |
|
Fór í rúmið með Óla Stef í gær. Hressandi að lesa heimspekipælingar ungs fólks svona á þessum síðustu og verstu. Það að lesa viðtalið við hann (og gramsa aðeins á netinu, lesa bloggið hans og svona) leiddi mig inn á þennan vef, þar er ýmislegt áhugavert að finna, bara fara í flokkinn Lesefni.
Sérstaklega áhugavert fyrir vinnualka sem eru fastir í greinar- og skýrsluskrifum ;)
Æ hvað það er eitthvað langt síðan maður hefur spjallað frá sér allt vit um lífið og tilveruna og þá helst einhverja heimspekilega hluti, sötrað bjór og svona.
KK. Uppþornaða skrifstofumanneskjan |
Ronja litla reit um 19:37
|
|
|
mánudagur, febrúar 06, 2006 |
|
Jæja þá, skal ekki skorast undan lengur - HelgaÞórey og Sigga báðar búnir að fleygja þessu í mig ;)
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: 1. Hugsa um aldraða 2. Hugsa um einhverfa 3. Afgreiða fólk í bakaríi 4. Prófa börn og ráðleggja foreldrum/leikskólafólki
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur: Æjjj... hef svo lítinn tíma til að horfa á myndir... Reality bites hefur alltaf þennan nostalgíufíling, Hringadróttinssaga er góð, man ekki fleiri..., jú Anchorman, hún er æði!
Fjórir staðir sem ég hef búið á: 1. Sveit 2. Næsti bær við sveitina = eiginlega sveit líka 3. Reykjavík 4. Stokkhólmur
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: 1. LOST 2. My name is Earl 3. Desperate housewifes 4. So you think you can dance/America´s next top model/fleiri raunveruleikaþættir
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: 1. Stokkhólmur 2. London 3. Köben 4. Barcelona
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg): 1. Google.com (sinnum 1000) 2. mbl.is 3. visir.is og 4. textavarp.is því mér finnst mbl.is vera farinn að gera í brækurnar
Fernt matarkyns sem ég held uppá: 1. KJÖT 2. Tælenskur matur 3. Súkkulaði! 4. Kaffi/gos/smoothies þarna þessi útlenski
Fjórar bækur sem ég las sídast: 1. ÚFFFF ADHD bækur, kvíðabækur, einhverfubækur, læknabækur o.s.frv. o.s.frv. 2. Lærið að prjóna ;) 3. Byrjaði á Kafka on the shore og the Kite runner (og einhverjum fleirum) en af því þær kröfðust svo mikils af þreyttu manneskjunni þá las ég.. 4. Bridget Jones í örugglega þriðja skiptið
Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna: 1. Stokkhólmi 2. Í rúminu mínu 3. Í heimsreisu 4. Peningageymslu Landsbankans, í ósýnilega frakkanum hans Harry Potters
Fjórir bloggarar sem ég klukka: Hmm... hver vill??? |
Ronja litla reit um 14:44
|
|
|
|
Ég |

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
|
Fólk |
|
Tilkynningar |
Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa! |
Geymslan |
|
Knúið af |
 |
|