miðvikudagur, mars 30, 2005 |
|
Eftir að hafa fjórum sinnum verið Gabrielle og tvisvar sinnum Lynette hérna þá náði ég loksins að breyta og var Susan hér! Og nei, ég hef ekki neitt mikið að gera :D
Var minn eigin endurskoðandi eftir allt saman með hjálp engils í skattahjálpinni, tek þetta örugglega bara að mér á næsta ári fyrir vini og kunningja því ég er orðin svo ógó flínk í þessu...
HMMMM....
 Congratulations! you're Edie!
Who are you most like on Desperate Housewives?? brought to you by Quizilla
Hjálp.... núna er ég hætt þessu!!!
|
Ronja litla reit um 23:03
|
|
|
mánudagur, mars 21, 2005 |
|
Hjálp!!!
Er endurskoðandi á lausu þarna einhvers staðar!?  |
Ronja litla reit um 18:11
|
|
|
þriðjudagur, mars 15, 2005 |
|
Úff, kom ekki heim fyrr en rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi eftir að hafa kjaftað frá mér allt vit allan daginn. Samt ekki of þreytt til að horfa á Super Nanny, þvílík snilld (eða allavega þessi gamli þáttur sem ég sá - ætti kannski ekki að alhæfa um of!), sé mig og Gríshildi alveg fyrir mér gera garðinn frægan með því að umturna íslensku heimilislífi og jafnvel með kórréttari atferlislegum aðferðum... hnegg... hvað segirðu um það Grísla? Ofurgrís?? :D
 |
Ronja litla reit um 09:10
|
|
|
þriðjudagur, mars 08, 2005 |
|
Úff ég er búin að drekka svo mikið af kaffi og gosi að ég er við það að fá hjartsláttartruflanir...! En það er allt í lagi, smá kikk bara, ekki veitir af eftir að hafa farið seint að sofa. Stefndi í agalegan dag vinnulega séð en hann skánaði reyndar aðeins þar sem eitt viðtal datt út. Nú bíð ég bara spennt og er farin að telja niður vikurnar í úttlandaferð, eða heimferð eða hvað maður á að kalla það! Jibbí! (...ok draga andann djúpt...) |
Ronja litla reit um 13:03
|
|
|
þriðjudagur, mars 01, 2005 |
|
Það fer svo mikill tími og orka í skýrslugerð og prófanir að það verður lítið eftir fyrir þetta svæði, var að hugsa um að segja frjálsa svæði en þetta er auðvitað óravegu frá því að vera frjálst svæði ef maður hugsar út í það. Hugsa oft um að skrifa allan fjárann hérna sem ég guggna svo á, út af öllu mögulegu, kannski ég ætti bara að opna aðra síðu sem ég á fyrir sjálfa mig og get þá komið með alls konar pælingar, bölsótast og verið eins kaldhæðnisleg og vond og ég get verið. Hnjé! |
Ronja litla reit um 21:10
|
|
|
|
Ég |

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
|
Fólk |
|
Tilkynningar |
Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa! |
Geymslan |
|
Knúið af |
 |
|