Ronja Ræningjadóttir
   
mánudagur, febrúar 12, 2007Mússí mússí!
Ronja litla reit um 00:05  
laugardagur, febrúar 10, 2007
Aaaaaaahhh þetta var nú góð (blogg)hvíld!

Hvað á ég nú að raupa um? Það hvað mér finnst gaman að fara og skoða í búðir núna þegar nýjar vörur eru komnar? Það að mér finnst falleg föt í búðargluggum og í fatarekkum, skór, töskur, klútar og treflar jafnast á við heila hauga af súkkulaði (súkkulaðið sívinsæla) - og eins og með súkkulaðið þá langar mig að eiga og borða það allt sjálf? Eða það að ég get ekki beðið eftir að fara til London í lok mars, svoooo gaman að fara til útlanda og sérstaklega ef fagidjótinn fær líka smá útrás? Eða það að það styttist í að ég fái nýju íbúðina mína afhenta (alltof stuttur tími og ég á eftir að gera allt of mikið af því sem ég ætlaði að gera ... en það er svo sem ekki nýtt)? Eða kannski að segja ykkur frá því að ég er byrjuð á annarri lopapeysu? Sem fæstum finnst kannski merkilegt en mér finnst jafnast á við að ég hafi klárað eitt doktorsverkefni og sé að fara að byrja á öðru! Stefnan er tekin á að þessi lopapeysa passi börnum eldri en sex ára og helst að hún passi á mig! Eða ætti ég kannski að nefna það að drykkjuleikir yfir undankeppni júró á Íslandinu eru ein hraðvirkasta og hættulegasta brautin til blakkáts? Eða ætti ég kannski að röfla um launamálin mín? Nenni því reyndar ekki... Jújú ég segi bara allt gott, er á leið í Ikea og ætla að eyða kvöldinu í að glápa á Heroes (sumum þykir þetta kannski bera vott um plebbaskap en hvað með það - ég er plebbi! :D )

En hvað segið þið?
Ronja litla reit um 16:18  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER