Ronja Ræningjadóttir
   
föstudagur, janúar 12, 2007
Ég er búin að nota útsölurnar vel fyrir undirbúning næstu mánaða, útsölur í húsgagnaverslunum til að ná mér í sófa og rúm, og útsölur í fatabúðum til að vera vel klædd við flutningana... Fann rosa flottan sófa í Ego Dekor, virkaði rosa penn í búðinni við hliðina á hinum hlunkunum. Það kom síðan í ljós að penheitin eru afstæð, sófinn komst ekki inn í (gömlu) íbúðina mína! Fær því að dúsa í kjallaranum með kurteislegu afsökunarbréfi handa nágrönnunum... Það gekk nú betur með rúmið – enda hægt að taka það í sundur í fleiri einingar – setti það upp í gær og var auðvitað alltaf að kíkja á það annað slagið. Flissaði alltaf eins og smástelpa þegar ég sá það, ekki bara ánægjunnar vegna með að eiga nýtt og fínt rúm, heldur vegna þess að það er svo hátt að ég þarf að klifra upp í það (nær mér nánast í mitti)! Ætlaði að sjálfsögðu ekki að fá mér svona ammerískt rúm en svo snýst mér oft svo hratt hugur að ég var búin að kaupa það áður en ég vissi af – og hæstánægð!
Sýnist það allavega endanlega komið á hreint að ég þarf að leigja mér lyftara þegar kemur að flutningunum og taka öll stóru fínu húsgögnin mín inn um svaladyrnar...!
Ronja litla reit um 11:22  
þriðjudagur, janúar 02, 2007
Gleðilegt árið öll!

Langaði bara til að deila því með ykkur hvað ég er orðinn mikill sjónvarpsfíkill - hmm eða sjónvarpsþáttafíkill öllu heldur. Mæli með eftirfarandi þáttum tíhíhí

Arrested Development - Marry me! þarf ég að segja meira... skilst að það hafi verið gerðir 13 þættir í 3. seríu sem ég VERÐ að koma höndum yfir, á bara fyrstu tvær búhúú

Grey's Anatomy - jömmí - búin með fyrstu seríuna og hálfa aðra seríuna og ef ég væri með betri tölvu eða tölvutengingu (hvoru megin sem vandamálið liggur) þá væri ég komin með alla þætti sem til eru í heiminum!

Heroes - lofa vægast sagt mjög góðu....

Eins og þetta sé ekki nóg (og ég er örugglega að gleyma einhverjum) þá er alltaf viðeigandi að grípa í gamla Sex & the City þætti, Little Britain, LOST, Desperate Housewives (koma þeir ekki örugglega bráðum á RÚV??), Pride & Prejudice og fleiri og fleiri...

OK það er ekki fyndið hvað það er búið að taka langan tíma að skrifa þessa færslu.. þessi tveggja ára tölva mín er eins og hún sé tvöhundruð ára, faaaaaaan!
Ronja litla reit um 02:16  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER