Ronja Ræningjadóttir
   
föstudagur, júní 30, 2006
ehemmm... ég vildi bara taka það fram, að gefnu tilefni, að ég er ekki eins bitur og pistillinn hér fyrir neðan hljómar. Eiginlega er ég bara ótrúlega kát og ekkert bitur, til dæmis út af því að nú þarf ég ekki lengur að rífast um hvort ég eigi að flytja í fámennið :D

og ef einhverjum langar að kaupa af mér miða þá vitið þið hvar er hægt að ná í mig ;)
Ronja litla reit um 18:38  
fimmtudagur, júní 29, 2006
Ég um mig frá mér til mín

Ég hefði átt að gera út á sjálfa mig í kosningunum í vor, Ronja, ein-stök í sinni röð. Opinberlega komin úr blessaðri kirkjunni, trúi bara á sjálfa mig. Bý ein, með sjálfri mér og held því áfram. Ræð öllu mínu lífi, sjálf. Tek ekki tillit til neins nema sjálfrar mín. Verst að ég hef þá engan nema sjálfa mig til að rífast við þegar ég er óákveðin, t.d. um íbúðarval ef ég kýs að fara í þá áttina (og ef lánadrottnar sýna mér góðvild). Eiginlega ætti ég að búa í hundraðogEINUM. Hundraðogsjö virkar of fjölmennt. Talandi um einstaklinginn sjálfa mig þá tókst mér að eignast tvo staka miða á Nick Cave. Þetta eru víst númeruð sæti í salnum. Ég er með eitt stakt sæti til sölu, ef einhver vill vera stakur með mér, einstaklingnum.

Kveðja
Ég
Ronja litla reit um 23:46  
föstudagur, júní 23, 2006
Hvernig er það, eru allir hættir að nenna að djamma?? ;) Eitthvað plan um helgina?
Ronja litla reit um 17:08  
þriðjudagur, júní 06, 2006

Jag er trött!


Álagið fyrir sumarfrí byrjað. Eeen maður lifir það náttúrulega af því það er svo gott að komast í frí... Bara rúmur mánuður, jei!
Ronja litla reit um 19:31  
mánudagur, júní 05, 2006
Myndskilaboð
Landslag helgarinnar
Útsýnið frá kartöflukerrunni (merkilega skýr mynd miðað við allt hossið!).
Útsýnið úr hjólatúrnum.
Ronja litla reit um 00:44  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER