Ronja Ræningjadóttir
   
föstudagur, desember 30, 2005
Á meðan ég man... pandora.com
Ronja litla reit um 17:20  
fimmtudagur, desember 29, 2005

Usssssssss erfitt að mæta í vinnuna eftir frí og át, gott að fara aftur í (stutt) frí.


Seinna.
Ronja litla reit um 16:26  
fimmtudagur, desember 22, 2005


Jamms þá er ég búin að ná í Birki og koma honum heilum og höldnum til landsins. Ofgerði mér áður en ég fór út (ótrúlegt!) og hékk við mörk þess að verða lasin úti. Tókst það í gær á leiðinni heim og fór því ekki í vinnu í dag. Það er samt allt í lagi, gat notað tímann í að dútla inni á heimilinu, reyndar þannig að ég finn að það er kominn tími á að slaka á og leggja sig. Því segi ég baraGLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR, TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA!

endilega klikkið svo á hlekkinn hérna, þar er skemmtilegasti hlutinn af kortinu :)
Ronja litla reit um 16:28  
laugardagur, desember 17, 2005
Vei! Flug eftir nokkra klukkutíma! Er að klára að redda næturgestinum sem passar á meðan ég er í burtu. Ótrúlegt en satt þá er ég búin að taka til, þvo þvott og þrífa dálítið oooog BÚIN að pakka, fyrir miðnætti! Það hlýtur, eitt og sér, að jafnast á við þrekvirki stórmenna eins og Laxness, Einsteins, Gandhi og Móður Teresu...... Þá er bara að takast á við jólakortin, ætli það sé hægt að senda þau af vellinum??
Ronja litla reit um 00:04  
fimmtudagur, desember 15, 2005
The Shortest Fairy Tale.

Once upon a time, a girl asked a guy "Will you marry me?" The guy said, "No." And the girl lived happily ever after and went shopping, dancing, dining, drank martinis, always had a clean house, never had to cook and farted whenever she wanted.

The end.
Ronja litla reit um 13:11  
miðvikudagur, desember 14, 2005
Þá er ég loksins búin að finna tvífara minn. Það er sko engin önnur en Penelope Cruz! Fleiri álitlegar reyndar voru Grace Kelly, Alyson Hannigan (rauðhærða gellan úr American Pie) og Kirsten Dunst. Jesss þá er ég komin með nokkur leyninöfn á hreint þegar ég fer á hótelin erlendis og vil ekki finnast...
Ronja litla reit um 01:40  
föstudagur, desember 09, 2005
Tjah hvað skal segja, takk fyrir eftirspurnina eftir nýju bloggi ;)

Mér finnst vera ósköp lítið að frétta en ég held reyndar að gleymska mín sé bara búin að ná nýju hámarki. Látum oss sjá hvað ég get týnt til. Hmmm tónleikavikan mikla var um daginn, þá fór ég á þrenna tónleika: White Stripes (brill), Ellen+mann+tengdason (brill) og útgáfutónleika Worm is Green og Ampop (líka brill). Hrikalega gaman allt saman. Hef líka hlustað einstaklega mikið á nýja Ampop diskinn undanfarið og er bara mjööög sátt við hann.

Svo er ég búin að kíkja á krílakrúttið ógurlega Kristinsson, a.k.a. Lukkutröllið. Algjört æði eins og svo mörg önnur lítil sæt börn. Fleiri heimsóknir áætlaðar á næstunni á ýmsa staði, sennilega eftir jól samt þar sem ég ætla sækja hann Birki fyrir jól og koma honum til landsins (nennessekki lengur ;).

Fékk þennan líka flotta aðventukertastjaka frá tengdó í afmælisgjöf um daginn, aldeilis ánægð með það þar sem ég held að það sé útséð með nokkra tilburði af minni hálfu til að búa hann til sjálf (eftir margra ára áætlanir). Fékk líka þennan fína jóladúk frá þeim, sem prýðir borðstofuborðið. Þannig að það er á leiðinni að verða dáldið jóló hérna með öllum seríunum sem eru uppi við.

Jú heyrðu, svo er ég búin að vera með dellu fyrir dansnámskeiði síðustu daga. Held að So you think you can dance sé eitthvað að koma mér út á ystu nöf. Hvað haldiði að fari mér best, salsa, afró, magadans, samkvæmisdansar, flamenco, bollywood.....? Einhver með? Er reyndar eiginlega nokkuð viss um að fara ekki í samkvæmisdansa, bæði af því að mig vantar dansherra og svo kannski sem betur fer að mig vantar dansherra því ég er dáldið gjörn á að stíga á tærnar á viðkomandi!

Og..... ok skal viðurkenna það, er algjör sökker fyrir svona misskemmtilegum leikjum! Daddara......

>>>>Settu nafnið þitt í kommentakerfið og...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðurðu að setja þetta á bloggið þitt!


Sko mig! Bara langt blogg! :D
Ronja litla reit um 23:57  
Skrautlegustu bollarnir ì bænum!
Ronja litla reit um 18:12  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER