Ronja Ræningjadóttir
   
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Jæja þá veit maður það, ég verð 82 ára gömul og dey í nóvember 2059 samkvæmt hávísindalegu prófi á netinu. Ástæðan? Hjartaáfall. Lifi fimm árum lengur en meðalkonan. Jahá, þá get ég farið að plana hvað ég geri í lífinu fyrst þetta er loksins komið á hreint.
Ronja litla reit um 17:09  
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Al-mátt-ug-ur hahahaha á maður að hlæja eða gráta, eða gráta af hlátri kannski...
Ronja litla reit um 13:29  
mánudagur, janúar 24, 2005
Vá hvað mér blöskrar íbúðaverðið þessa dagana. Ég er búin að vera mjög dugleg að skoða nýjar íbúðir næstum á hverjum degi undanfarnar margar vikur og undanfarnar örfáar vikur hef ég nánast séð hækkun milli daga. Hrikalegt. Búin að sjá allt í 16-17 milljónir fyrir 70 fm íbúðir. Sjæses.
Ronja litla reit um 16:54  
sunnudagur, janúar 23, 2005
ÚFF hvað sunnudagskvöld eru leiðinleg. Ætla alltaf að gera eitthvað af viti en kem mér ekki í það og enda á að vera pirruð allt kvöldið yfir því sem ég ætti að vera að gera. Ég hefði til dæmis getað skrifað skýrslu um pottorm, horft á vídeóspólu eða dvd, tekið til, vaskað upp, gengið frá þvotti, farið í heimsókn, breytt í svefnherberginu (ok snéri reyndar rúminu en þá er það upptalið), lesið, hringt í fólk og fleira og fleira. Urg.
Ronja litla reit um 22:44  
föstudagur, janúar 21, 2005
Tralalala það er að koma helgi! Mér líður eins og unglingi, ég hlakka svo til að sofa og sofa um helgina :) Auðvitað þarf ég samt að vinna eins og venjulega en get samt líka dundað mér við eitthvað skemmtilegt. Fékk helling af bókum frá Amazon í gær, ef einhver hefur áhuga á að lesa um kvíða barna og unglinga, viðbrögð foreldra við því sama og um meðferð sem og forvarnir, þá er hægt að hafa samband. Einnig ef einhver hefur áhuga á félagsfærniþjálfun, félagsfærnisögum og fleiru og fleiru. Æ maður er svo mikill nörd...


Ronja litla reit um 16:15  
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Æ hvað það væri gott að leggja sig í svona klukkutíma...
Ronja litla reit um 14:30  
mánudagur, janúar 17, 2005
Mmmm frönsk kvikmyndahátíð, held ég ætti bara að taka mér frí úr vinnunni til að sjá sem flestar myndir. Verð allavega að sjá Audrey Tautou og svo langar mig líka til að sjá Tais Toi og fleiri og fleiri...

Fór í magaspeglun í dag sem er svo sem ekkert merkilegt nema að mér fannst fyndið að það tók mig örugglega innan við hálfa mínútu að rotast af kæruleysissprautunni og svo vaknaði ég upp á sama beddanum, umkringd tjöldum og hrotum karlmanna sem lágu meðvitundarlitlir sitt hvoru megin við mig. Greinilega fleiri en hænuhausinn ég sem þola ekki svona smá sprautur.
Ronja litla reit um 23:46  
mánudagur, janúar 10, 2005
Rosalega er ég fegin að vera ekki bipolar, það er bara of erfitt og leiðinlegt að krassa. Annars er lítið í fréttum, bara vinna. Jú og keypti kort í ræktinni, hlýtur að takast á þriðja korti að nota það. Meira að segja búin að fara tvisvar, á hálfri viku. Ætla aftur í kvöld.
Ronja litla reit um 16:56  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER