Ronja Ræningjadóttir
   
sunnudagur, maí 30, 2004
Auðvitað varð ég að taka þetta próf:


playful
You are the playful side of Garfield- the one who
keeps pushing poor Odie off the table and
annoying Jon.


What Garfield Personality do you Have?
brought to you by Quizilla
Ronja litla reit um 13:14  
Ef þið hafið tíma og áhuga á að lesa fróðlegt og vel skrifað blogg sem snýst bæði um gaman og alvöru... þá er það hér


Enn einir flutningarnir fyrir höndum, þrif og tiltekt eru málið
Ronja litla reit um 11:22  
laugardagur, maí 29, 2004
Tek undir með Leifi að það skiptast á skin og skúrir þessa dagana. Erfiðu atburðirnir sitja sem fastast í manni þó smá sólarglæta nái annað slagið að brjótast í gegn. Er núna komin til Svíþjóðar aftur í stutt frí, ætla að rifja upp sænskuna í H&M, leita að freknunum og taka manninn með mér heim eftir 8 daga.
Hlýjar hugsanir til góðs fólks, það lifir á kertinu


Ronja litla reit um 21:50  
þriðjudagur, maí 25, 2004


...í minningu...


Ronja litla reit um 15:51  
sunnudagur, maí 23, 2004
Búin að sjá nokkuð mörg Guns´n´Roses myndbönd um helgina - smá nostalgía í gangi...


ótrúlegt samt hvað orð geta misst merkingu sína, prófið að endurtaka nostalgía nokkrum sinnum og athugið hvort þetta hljómi enn eins og alvöru orð eftir nokkur skipti...!


Farin í SPSS, góða skemmtun í góða veðrinu!
Ronja litla reit um 14:01  
Hefði þurft að hafa tölvuna við hendina í dag þegar (aldrei þessu vant) flaug einhver speki um huga minn (gerðist meira að segja nokkrum sinnum). Eftirfarandi vangaveltur eru þó ekki endilega spakar því ég er svo gleymin að ég man ekki hverjar hinar upprunalegu voru.

Allt vaðandi í börnum í kringum mig, hvort sem er í vinnu eða einkalífi og hvort sem börnin eru ófædd, nýfædd, smábörn eða stærri börn. Hitti litla tíu marka dúllu á fimmtudaginn, tiltölulega nýfædd og rosa sæt. Hjá þremur bekkjarsystrum mínum úr grunnskóla eru komin níu börn. Auk þess fæðast að minnsta kosti átta börn á þessu ári þar sem ég þekki vel til, svo veit ég um nokkuð mörg önnur börn sem eru væntanleg (og svo ekki sé nú minnst á öll börnin sem fæddust á síðasta ári!). Skil ekki alveg hvaða frjósemisbylgja hefur gengið yfir seinnihluta síðasta árs, öll þessi átta börn fæðast á tímabilinu maí til ágúst/byrjun september! Allur þessi barnafjöldi fær mann til að hugsa hvort maður er sjálfur svona barnalegur eða allir í kringum mann svona fullorðnir, ég á ekki einu sinni bíl! :D

Bíð enn eftir að verða obboðslega rík, er komin með smá óskalista af hlutum sem mig langar í (að sjálfsögðu, maður smitast nú af þessari efnishyggju í þjóðfélaginu!)... er samt ekki alveg búin að áætla hvernig ég fer að því að verða rík... Svo er ýmislegt sem mig langar til að geta en get sennilega ekki keypt þá hæfileika hmmmm

Merkilegt hvernig fordómar geta blossað upp hjá manni. Ég tel mig nú ekki vera svo svakalega fordómafulla (viðurkenni um leið fúslega að ég er örugglega að kasta steinum úr glerhúsi) en ég er oft alveg að kafna þegar ég stilli á trúarstöðina ógurlegu og hlusta á þessa helgislepju, sjálfssefjun og væmni. Rosalega er mannshugurinn merkilegur! Og þetta eru fordómar sem ég kæri mig ekkert um að vinna í að losna við þannig að það er óþarfi að reyna að telja mér trú um annað...

Talandi um gleymni, hver ætli líklegasta ástæða gleymninnar hjá mér sé? Taugasálfræðilegar afleiðingar álags, b12-vítamínskortur eða eitthvað þaðan af verra? Væri kannski ekki vitlaust að drífa sig í háttinn bara, nóg blaður í bili...Es. Er annars að velta fyrir mér hvort það er eitthvað vit í þessu svokallaða fjöltengi? Ef einhver þekkir til þá má láta mig vita...
Ronja litla reit um 00:04  
þriðjudagur, maí 18, 2004
bara svona upp á grínið...


Which Sex and the City Player Are You? Find out @ She's Crafty


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty


Búin að vera á áhugaverðum námskeiðum frá því á fimmtudag, búin að hlusta á og taka þátt í óléttuumræðum síðasta sólarhringinn rúmlega (er samt EKKI ólétt) og kíkti út í Júrópartí um helgina.
Ronja litla reit um 17:43  
miðvikudagur, maí 12, 2004
Þetta er nú kannski ekkert rosalega hógvært... múhahahaha

What Element Are You?
Ronja litla reit um 14:27  
þriðjudagur, maí 11, 2004
Dúllumyndasaga vikunnar

Ronja litla reit um 21:04  
mánudagur, maí 10, 2004
Nytlaus samantíningur:

sé að það er einhver sveitaþáttur í sjónvarpinu og dettur í hug hvernig það getur verið að sveitagenin vantar svona gjörsamlega, algjörlega í mig...?

borðaði bæði reyktan fisk og kjötsúpu í dag

setti permanett og rúllur í ömmu

er með áráttukenndan áhuga á einhverfu (svona ef það er í alvörunni einhver sem vissi það ekki nú þegar...!)

koffínisti, netfíkill, nammigrís, ekki í megrun, þreytt, fíla white blood cells í tætlur, kem líklega aldrei til með að gerast grænmetisæta, langar í grillmat svona þegar ég fer að hugsa um kjöt, flyt bráðum, sef núna í sófa, óeiginlega einhverf, pirruð á ríkisstjórninni, og á asnalegu fólki almennt, búin að læra smá á gítar, ekkert á trommur, góða nótt
Ronja litla reit um 22:52  
föstudagur, maí 07, 2004
Hmmmmm.... verslaði mér tvo miða á Pixies alveg óvart bara núna rétt í þessu... veit bara ekki hver kemur með mér! Hlýt að finna einhvern ;)

Þreytt eftir vinnuvikuna, ætla að hvíla mig aðeins á meðan eldri systirin horfir á hinn ótrúlega skemmtilega og hugvekjandi þátt Guiding Light. Ætla svo að draga hana út úr húsi til að skoða nýju/gömlu íbúðina okkar... jibbí kóla held ég að ég segi bara af því tilefni...

Var í símanum og tölvunni í dag að mestu leyti og fór svo á málþing. Jahá.. svona lifi ég nú spennandi lífi gott fólk...

Langar út í kvöld en get það varla... er að vinna á morgun við mína sérgrein. Jæja, fæ þá allavega slatta af peningum fyrir það sem ég get eytt í vitleysu... tónleikamiðana kannski! Æ af hverju er maður svona duglegur að eyða peningum sem eru ekki til í augnablikinu? Erfðatengt? Umhverfistengt? Bæði? Hallast að hinu síðastnefnda... njahh reyndar held ég kannski (í mínu tilviki allavega) að þetta sé að mestu erfðatengt hehehe...

Æ mig langar í bíó...
Ronja litla reit um 17:26  
fimmtudagur, maí 06, 2004
Held ég eyði bara síðasta korterinu... uhhh eða tuttugu mínútunum... í vinnunni í að tjá mig hér. Hálfgert spennufall í gangi eftir að hafa tekist á við verkefni dagsins. Sinnti nefnilega verkefni sem ég hef bara fylgst með hingað til en ekki þurft að bera ábyrgð á sjálf. Ein. Jæja ok kannski ekki alveg ein en ein með ákveðinn hluta af verkefninu. Gekk bara ágætlega held ég. Nú er vígslan í ákveðnum hlutum starfsins sem sagt búin. Gaman gaman.

Skoðaði annars ansi skemmtilegar myndir áðan (já já, alltaf að svindla til að vera á netinu í vinnunni...) frá síðustu helgi. Hló dátt að sumum myndunum... enda fyndið fólk...

Jæja, nú er klukkan að nálgast heimfarartíma... eigiði góðan dag...

Ronja litla reit um 16:07  
miðvikudagur, maí 05, 2004
Mér líður núna svona pínu eins og Gretti á myndinni hér fyrir neðan. Var nebblega að koma úr mat, kokkurinn hafði kokkað hrygg með brúnuðum kartöflum og meððí. Núna er ég að berjast við að sofna ekki (líkaminn að melta matinn og engin orka til að halda sér vakandi sko sjáiði til). Ugghh þkrifa þkýrþlur...
Ronja litla reit um 12:34  
þriðjudagur, maí 04, 2004
Þriðjudagsgrín...
Ronja litla reit um 14:04  
mánudagur, maí 03, 2004
geiiiiiisssp.... finnst vanta einn dag enn inn í helgina, til að ná almennilega úr sér þreytu og svona...

marin á fingurgómum vinstri handar eftir heiðarlegar tilraunir til að spila á gítar í gærkvöldi. Það var ekki fyrr en eftir ansi langa törn að gítareigandinn mundi eftir því að strengirnir voru með þeim þykkustu sem hægt er að fá sem gerði námið vissulega mun erfiðara. En ég er náttúrulega bara svo dugleg... og ekki montin... ;)
Ronja litla reit um 13:13  
sunnudagur, maí 02, 2004
Ahhh það var nú aldeilis skemmtilegt að gerast boðflenna ;) Tíminn flýgur þegar maður skemmtir sér og mér brá man ég þegar ég kom heim og sá hvað klukkan var orðin. Bara verst að ég man ekki hvað hún var nákvæmlega...

trommitrommitromm....!

Ronja litla reit um 20:18  
laugardagur, maí 01, 2004
Ljónynjan segir allt sem segja þarf punktur
Ronja litla reit um 12:49  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER