Ronja Ræningjadóttir
   
fimmtudagur, apríl 29, 2004
Lestrardagur í dag. Er að ljósrita og lesa um ADHD (athyglisbrest með ofvirkni), klofinn hrygg, heilalömun, aga, námserfiðleika og fleira... Vissuð þið til dæmis að Vísindakirkjan í BNA hefði stuðlað hvað mest að andúð á lyfjagjöf við ADHD (umræðan um Ritalín seint á níunda áratugnum) með mikilli herferð sem var að mjög litlu leyti byggð á staðreyndum? Áhugavert... ;)
Ronja litla reit um 13:10  
miðvikudagur, apríl 28, 2004
...long time no seeing....!
Ronja litla reit um 23:57  
Haha! Ég á 13 ára fermingarafmæli í dag! Skál fyrir því *kling*
Ronja litla reit um 11:06  
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Ég er bara alltof mikill næturgöltur til að geta mætt útsofin í vinnuna á morgnana, alveg óþolandi ástand. Annars er vinnan rosa spennandi og skemmtileg þannig að ég sé svo sem ekkert eftir að hafa tekið henni, þannig lagað.

Mér finnst það algjör snilld að VH1 er búið að vera óruglað alla helgina, áhugaverðasta efnið held ég, af þessu sjónvarpsefni sem boðið er upp á. Sá til dæmis Alexandr Petrovsky (ekki alveg viss hvernig maður skrifar Mikhail Baryshnikov...) dansa í myndbandi við Say you Say me með Lionel Richie, alveg sniðugt. Þeir sem muna ekki/vita ekki hver sá maður er verða bara að horfa á Sex & the city á fimmtudaginn.

Ronja litla reit um 21:43  
sunnudagur, apríl 25, 2004
Helgin fín. Búin að þeytast úr borg í sveit í borg í sveit og í borg aftur í dag... ástæðan var ferming og of fáar sætaferðir á milli staða þannig að ég gegndi hlutverki bílstjóra. Nammigóður matur í fermingunni þannig að ferðalagið borgaði sig alveg :) Fimmstelpur.com stóðu sig alveg ágætlega á föstudagskvöldið og svo stóð ég mig ágætlega í barferðum um helgina, fjölda ferða það er að segja en ekki innbyrtu magni. Alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk en það gerði ég bæði kvöldin. Finnst alveg agalegt að þurfa að vakna svona snemma á morgnana alltaf hreint, þá kunni ég nú betur við að sofa út í útlandinu...
Ronja litla reit um 22:48  
fimmtudagur, apríl 22, 2004
Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag...!

Byrja greinilega í réttu vikunni í nýju vinnunni, djammdagur og frídagur og svo örfáir vinnudagar... Ansi sniðugt. Lækka meðalaldurinn töööluvert, helstu frasar gærkvöldsins voru "já, elsta/yngsta... dóttir mín/sonur minn er einu ári eldri/jafngömul þér" (ásamt smá sjokksvip). Besta setningin var svo "ég gæti verið amma þín!" en þeirri góðu konu brá svo mikið við þá uppgötvun að hún varð að fá sér aftur í glas og spjalla við aðra múhahahahaha.

Annars lítið í fréttum, jú annars, bóndinn komst að því að hann er í réttu landi, samanber:You're Sweden!

After years of trying to rule the world around you, you've
finally put aside violence in favor of advocating peaceful resolution.  There's
still a little Viking in you, but mostly you like Nobel Prize winners and long
nights by the fire.  And safe cars.  You always read the safety manual
in airplanes, and you're just a little cold.

face="Times New Roman">Take the Country
Quiz
at the Blue Pyramid


...sem hann var vissulega mjög ánægður með :D (og þetta með öruggu bílana er alveg rétt!)

Svo er ferðinni heitið á 5stelpur.com á morgun, gaman gaman

Annars bara gleðilegt sumar allir!!
Ronja litla reit um 15:38  
þriðjudagur, apríl 20, 2004
Byrjaði í nýja starfinu mínu í morgun og líst ljómandi vel á. Hef samt ekki vaknað svona snemma ansi hreint lengi þannig að ég geispaði frekar oft (var reyndar orðin ágæt í að fela geispana um og eftir hádegið!). Heilsaði ótrúlega mörgum, held ég muni andlit flestra en nöfn frekar fárra... hlýtur að koma. Þarf svo að fara að kíkja í heimsókn í gömlu vinnuna mína bráðum. Launin þarna eru reyndar ekki til að hrópa húrra fyrir, sama sagan og alltaf með ríkistaxtana, virðist vera sama hvar maður er að vinna...
Ronja litla reit um 19:55  
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Nokkur gullkorn af vef leikskólans Teigasels á Akranesi:

Starfsmaður var með nokkur börn í sulli og spurði þau af hverju boltarnir sökkvi ekki í vatninu. Stúlka svaraði: „Þeir eru svo kúlóttir”.

„Ég veit hvaða tennur koma síðast”, segir drengur. „Nú, hvaða tennur” svarar starfsmaður. „Falskar tennur”.

„Hver var að prumpa?” spyr drengur. Þá svarar annar„Þetta er bara lyktin af kreminu sem ég er með, þetta er bara ég.”

Hópur var í gönguferð og mætti þríburum í kerru. „Sjáðu, þarna eru margir tvíburar”.

Sagt í útiveru: „Ef maður slítur ormana í sundur, þá kemur svo mikið líf í þá”.

Verið var að færa börn til um hólf í fataklefa. Stúlka: „Pabbi verður alveg vitlaus þegar hann sækir mig”. Starfsmaður: Nú, af hverju? Stúlkan: „Hann villist”.

Drengur: „Ég drekk bjór og pabbi minn líka.” Stúlka: „Pabbi minn drekkur ekki bjór, hann borðar bara vínarbrauð,”

Drengur: „Pabbi minn vinnur á nóttunni.” Annar drengur: „Er hann draugur?”

Verið var að útskrifa síðustu börnin sl. vor. Drengur: „Við erum búin að missa svo mörg börn.”

Börnin voru í kirkjunni rétt fyrir jól og presturinn er að ræða við þau um að við höldum jólin vegna þess að þá fæddist Jesú og við höldum upp á afmælið hans 24. des. „En hann er löngu dauður”, gall í einum.

Við matarborðið sagði stúlka allt í einu, að hún ætti bara eina ömmu því að hún væri ónýt uppi í kirkjugarði.

Dengur kemur nýklipptur í leikskólann. Starfsm: „Hver klippti þig?” Drengur: Einhver gamall kall sem talaði mjög mikið við mig.” Starfsm: „Var það Hinni rakari?” Drengur: „Nei, nei, þetta var gamall kall, afi minn eða eitthvað.”

Drengurinn er að borða Cheerios, það sullast niður á hann. Guðrún þurrkar honum og segir: „Það eru bara landið og miðin.” „Nei” segir drengurinn „ég horfði á Land og syni í gær.”

Það var verið að spila og starfsmaður segir „Æ, ert þú ekki búinn að fá slag?” Drengurinn svarar: „Nei, ég er með hálsbólgu og kvef.”
Ronja litla reit um 10:18  
sunnudagur, apríl 11, 2004


Síðustu 3 dagar í stuttu máli: Fórum í Stadshuset og skoðuðum útsýnið yfir borgina og skoðuðum okkur um í Fruengen. Fórum í Vasasafnið og sáum misheppnuðustu skipasmíði sögunnar (kolóstöðugt skip sem sökk þegar það var sjósett, dúsaði neðansjávar í 333 ár og var bjargað upp á yfirborðið fyrir nokkrum áratugum, gert upp og haft til sýnis). Óvænt djamm. Burger King, frosin pitsa, graflax, sushi, páskaegg, svínakjöt, brúnaðar kartöflur og með'ðí.

Málshættir dagsins: Upp komast svik um síðir. Bíðendur eiga byr, en bráðir andróða
Ronja litla reit um 21:08  
fimmtudagur, apríl 08, 2004
það er sko alveg svona mikil sól hjá mér (tekið rétt áðan...)
Ronja litla reit um 16:00  
Sumar og sól, sumar og sól!

Ég get sko bara sagt ykkur það að það er komið íslenskt sumarveður hérna úti (13 stiga hiti og mikið sólskin!) gaman gaman... Vona að það verði svona alla helgina því stefnan er tekin á útiveru að miklu leyti.

Var að versla í matinn áðan, hmmm sem flokkast nú reyndar ekki til stórtíðinda, en ætla að geyma aðalinnkaupin þangað til á morgun (steikina sem sagt) - einfaldlega vegna þess að ég ræð ekki við að bera þetta allt heim í einu lagi. Bara spurning hvað maður ætti að hafa í páskamatinn, hef ekki skoðað kjötborðin hjá Svíunum nógu vel. Svo bíða páskaeggin okkar uppi á hillu, slef... hehe það að blogga þegar maður er svangur er eiginlega eins og að fara að versla þegar maður er svangur, maður kaupir alltof mikið (eða í þessu tilviki: skrifar ekki um neitt nema mat!)

... borða...
Ronja litla reit um 15:32  
miðvikudagur, apríl 07, 2004
Ráðgjöf um hvort ég eigi að nota Kendall´s tau eða Spearman´s rho er vel þegin, vinsamlegast leiðbeinið mér með aðstoð kommentakerfis hérna fyrir neðan eða til hægri.
Kveðja
Fræðingurinn
Ronja litla reit um 19:12  
Það hlaut nú svo sem að koma að þessu einhverntímann en mikið voðalega óskaplega agalega finnst mér þetta hallærislegt...
Ronja litla reit um 10:55  
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Trú mín á að ég geti einhvern tímann notað blokkflautukunnáttu mína jókst til muna þegar ég sá hljómsveit taka lagið í verslunarmiðstöð hérna rétt hjá. Einn hljómsveitarmeðlima spilaði nefnilega á eina slíka. Efast samt um að ég eigi eftir að gera það, bæði af því að kunnáttan er orðin aaansi fúin og flautan líklega fölsk af áralöngu notkunarleysi.
Ronja litla reit um 18:32  
Það kommentar enginn á hann Ríkharð minn þannig að ég tek þessu sem óbrigðulum sannleik. Annars er mál málanna í dag köttbullar og kartöflumús, misheppnuð leit að ferðatösku, nýr rauður flottur jakki og vinna, ekki endilega í þessari röð... Það væri nú gaman að skella sér á aukatónleika Pixies, enn svekkt yfir að hafa misst af Damien Rice og ekki útlit fyrir að ég fari á hina tónleikana sem eru í vor...
Ronja litla reit um 15:56  
mánudagur, apríl 05, 2004
Stelpublogg ;)
Jude Law, Brad Pitt, og aðrir sætir hvað... Richard Coyle er málið

horfið bara á Coupling ef þið trúið mér ekki ;)

Ronja - alltaf sami unglingurinn!
Ronja litla reit um 20:27  
sunnudagur, apríl 04, 2004
Leti spleti kleti eitthvað... Sunnudagar hafa yfirleitt verið svona leiðinlegir dagar í mínum huga. Dagur þar sem verið er að bíða eftir morgundeginum til að fara í vinnu eða skóla. Oftast eitthvað leiðinlegt í sjónvarpinu og útvarpinu (hmmm reyndar er nú útvarpið yfirleitt leiðinlegt, á Íslandi allavega). Sunnudagar eru þeir dagar sem mér hefur oftast leiðst á. Ekkert að fara, ekkert að gera, engin almennileg afþreying og svo framvegis.

Þess vegna finnst mér svo merkilegt hvað ég held út í letilífinu, eintómir sunnudagar þar sem ekkert sérstakt liggur fyrir en ég fíla mig alveg í tætlur. Komnir tveir mánuðir núna og því miður fer því að ljúka. Því miður.. :(
held hreinlega að ég gæti haft það huggulegt í allavega hálft ár í viðbót áður en mér færi að leiðast.

Annars vaknaði ég um tíu-leytið í morgun við minn kæra nágranna sem var að spila teknótónlist... halló!!!
Ronja litla reit um 18:51  
laugardagur, apríl 03, 2004
Setti inn myndaalbúm í tengla. Bara umhverfismyndir í því ennþá allavega (og óheppnir vegfarendur!) auk þess sem nöfn á myndum eru í rugli. Verðið að skoða athugasemdirnar við myndirnar ef þið viljið vita af hverju þær eru ;)
Ronja litla reit um 19:58  
Úff ég er svo södd að ég er að springa... haha gott á mig fyrir að vera svona gráðug! Hafði það af að hunskast út úr húsi og fara niður í bæ, labba um og taka myndir og svona ;) Hitti svo pilt í skólanum og fór með honum í strætóferð heim í staðinn fyrir neðanjarðarlestina/Tunnelbanann eins og venjulega. Fór í svaka túristastuð og tók fullt af myndum út um gluggann á strætó... það voru sem betur fer fáir í strætó. Komum svo við á Pizzastað hérna rétt hjá og belgdum okkur út. Ágætt alveg hreint...

Konungshölllin og ljónið hér í návígi...
Ronja litla reit um 18:25  
Þar sem ég sit í eldhúsinu heima hjá mér og horfi út um gluggann sé ég að lognið margumtalaða er ekki til staðar. En frábært veður að öðru leyti. Nýbúin að fá mér ristað brauð með grænu pestói ásamt uppáhalds gosinu mínu í hádegismat. Var að fikta við að setja myndir inn á netið frá því við skötuhjúin fórum í Kaknästornet sem er 155 metra hár (34 hæðir) og ein af hæstu byggingum Evrópu. Þetta er stjórnstöð fyrir útvarps- og sjónvarpssendingar Teracom og vinsæll ferðamannastaður, svipað og Hallgrímskirkjuturn. Fórum þangað í góðu veðri einmitt og sáum út um víðan völl. Sáum samt ekki upp í Solna þar sem við búum enda er það langt langt í burtu frá turninum.

Kannski ég fari niður í bæ á eftir og taki fleiri myndir, ef ég nenni það er að segja. Merkilegt hvað maður getur verið latur. Eða kannski merkilegt hvað ég get verið löt. Kíki svo kannski í skólann til mannsins og heilsi upp á liðið. Hann er á kafi í vinnu auðvitað, maður er ekki í mastersnámi fyrir ekki neitt (og við skulum ekki gleyma því að "...sleep is overrated!!!..." í slíkum aðstæðum (!)). En þetta var útúrdúr... Já já, gaman að þessu... Myndir gjörsvovel!


Hér er mynd af turninum


og svo dæmi um útsýni úr honum, hér er séð yfir að Valhallavägen og KTH leynist þarna inn á milli (lengst í burtu)
hmmm ég hefði líka alveg verið til í að taka svona flotta mynd
en þá hefði ég sennilega þurft að eiga þyrlu.
Ronja litla reit um 11:27  
Er ekki sagt að mynd segi meira en þúsund orð? Þá er þetta andvirði einnar ritgerðar. Erfitt að velja á milli mynda samt, mæli með heimasíðunni.

Ronja litla reit um 09:53  
föstudagur, apríl 02, 2004
Ótrúlega heppin með flugfargjöld. Fékk flugið út á 6000 krónur og fæ flugið heim líka á 6000 *þumall*. Gott að vera grísari oink oink... Svo bara að vona að þetta verði mér alltaf svona hagstætt þegar ég skýst út yfir helgi/nokkra daga...

Róli róli róli sér.... :)
Ronja litla reit um 13:32  
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Some things in life are bad,
They can really make you mad,
Other things just make you swear and curse,
When you're chewing life's gristle,
Don't grumble,
Give a whistle
And this'll help things turn out for the best.
And...

Always look on the bright side of life.
[whistle]
Always look on the light side of life.
[whistle]

If life seems jolly rotten,
There's something you've forgotten,
And that's to laugh and smile and dance and sing.
When you're feeling in the dumps,
Don't be silly chumps.
Just purse your lips and whistle.
That's the thing.
And...

Always look on the bright side of life.
[whistle]
Always look on the right side of life,
[whistle]

For life is quite absurd
And death's the final word.
You must always face the curtain with a bow.
Forget about your sin.
Give the audience a grin.
Enjoy it. It's your last chance, anyhow.
So,...

Always look on the bright side of death,
[whistle]
Just before you draw your terminal breath.
[whistle]

Life's a piece of shit,
When you look at it.
Life's a laugh and death's a joke it's true.
You'll see it's all a show.
Keep 'em laughing as you go.
Just remember that the last laugh is on you.
And...

Always look on the bright side of life.
Always look on the right side of life.
[whistle]
og svo framvegis...


í boði pirraða tölfræðingsins...
Ronja litla reit um 14:53  
Ég

Nafn: Ronja litla
Heima: Skóginum, Iceland
Um mig: Jarðbundinn skýjaglópur
sjá prófílinn minn
Fólk
Tilkynningar

Styttist í sumarfrí!!! Whoooppa!

Geymslan
Knúið af

Free Blogger Templates

BLOGGER